Leiðin niður á við...

Það er einmitt af þessum ástæðum sem ég óttast framtíð Íslands! Eins og kemur fram í tengdri frétt gengst enginn við ábyrgð þar sem brotið er á mannréttindum íbúa í Nígeríu; ekki stjórnvöld og ekki stórfyrirtækið sem mengar ræktarland íbúanna og fiskimið.

Ég vil ekki sjá lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ég er á móti því að þjóðin sé gerð ábyrg fyrir útrás íslensku einkabankanna og ég hafna ESB-aðild! Einfaldlega vegna þess að allt þetta ógnar sjálfstæði landsins, réttindum þjóðarinnar og lífsafkomu.
Efnahagslegur dauðiÞað hefur komið í ljós að margt af því sem var sagt skömmu eftir efnahagshrunið sl. haust var síst af öllu of svartsýnt. Margt af því sem raunsætt og grandvart fólk varaði við þá og í vetur hefur eða stefnir í að verða að veruleika. Sumir töluðu um brunaútsölur þar sem erlendir og innlendir auðjöfrar myndu kaupa upp innlendar eignir. Sökudólgarnir vel að merkja. Hver var að kaupa stærstu sælgætisverksmiðju landsins? Hverjir eignast íbúðir, sumarhús, bíla og svo fyrirtæki og atvinnutæki á færibandi þessa daganna?

Ég man að margir vildu ekki trúa þeim sem vörðuðu við þessu. Eins var um þá sem sögðu að atvinnuleysistryggingasjóður færi á hausinn í haust. Nú segja forsvarsmenn hans það í blöðunum að hann muni hrynja um mánaðarmót október-nóvember! Hvað um hrun lífeyrissjóðanna sem margir hafa talað um og varað við?

Mér finnst hugmyndin um fjármögnunarsjóð atvinnulífsins lykta ótrúlega illa. Miðað við allar þær hugmyndir, sem hafa verið viðraðar um ráðstöfun þess fjármagns sem þar liggur, sé ég ekki annað en hrun lífeyrissjóðanna verði að veruleika líka.

Hvað þá með allt hitt? Hvað um þá sem vara við því að við séum tilraunaverkefni stórfyrirtækjanna í sambandi við það hvort þeir geti lagt undir sig evrópst ríki eins og þeir hafa gert í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku?? Mér finnst ég ekki einu sinni svartsýn þegar ég viðurkenni það að ég óttast einmitt það!!

Efnahagshrunið sl. haust var af mannavöldum! Horfumst í augu við það og vinnum út frá því! Síðasta staðfestingin á því að það voru ósvífnir gúrjónar sem settu landið á hausinn eru umskiptingarnir sem við sitjum uppi með í núverandi ríkisstjórn! Hugsjónir þeirra jafnt sem kosningaloforð hafa gjörsamlega þurrkast út úr hausnum á þeim! Hvers vegna?
Aðgerðaráætlun íslenskra ríkisstjórna sl. áratugiÉg trúi því að skýringuna sé að finna í því sem John Perkins segir hér. (Ég fann ekki viðtalið inn á ruv.is þannig að ég vísa í færslu Láru Hönnu sem heitir Hugsað upphátt um Icesave, réttlæti og mótlæti. Þar er hægt að horfa á viðtal Egils Helgasonar við Perkins í þættinum Silfur Egils sem var sjónvarpað þann 5. apríl sl.)

Eina leiðin til björgunar er uppreisn. Uppreisn almennings og getur verið að sumir inn á þingi treysti jafnvel á að íslenska þjóðin taki höndum saman, steypi þinginu og komi á fót neyðarstjórn! Ég trúi því a.m.k. ekki ennþá að núverandi stjórnarliðar séu einlægir þegar þeir hvetja þjóðina til að sökkva sér enn lengra í gjaldþrotahyldýpið! Ég trúi því barasta ekki að nokkur stjórnarliði finnist það eðlilegt að þjóðin gangist í svo dýra ábyrðg fyrir einkafyrirtæki að það rýji hana inn að beini!!!!

Eina skynsamlega skýringin sem ég finn á umskiptum af slíku tagi, á fólki sem var í það minnsta þokkalega heiðarlegt áður, er að því sé hótað! En samt ... Hlustið endilega á John Perkins og veltið þessu fyrir ykkur. Hér er ég sérstaklega að vísa í það sem hann segir undir lok samtalsins.

Viðbót: Var að rekast á þetta viðtal við John Perkins inn á You Tube úr Zeitgeist: Addendum. Það sem hann segir hér er óneitanlega bæði ótrúlegt og óhuggnanlegt. Ég geri mér grein fyrir því en birtingarmyndir illskunnar eru okkur venjulegu fólki alltaf ótrúlegar! Kannski er það þess vegna sem okkur gengur svo illa að ráða niðurlögum hennar?

Illmenninn njóta oftar en ekki skjóls af sakleysi okkar og vantrú gagnvart ósvífnu og siðblindu hugmyndaflugi þeirra. Verstu níðingsverkin eru einmitt unnin í skálkjólum sem eru byggð af vantrúnni einni saman. Ég segi ykkur kannski einhvern tímann sögu úr eigin reynsluheimi til að rökstyðja þessa staðhæfingu en það verður að bíða betri tíma.

Hér er búturinn úr Zeitgeist: Addendum með viðtalinu sem rökstyður því miður það sem ég hef þegar sagt í færslunni hér að ofan:


mbl.is Mannréttindi fótum troðin við Níger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er orðið eldfimt ástandið, ég hlakka ekki til næstu mánaða og ára.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vil gjarnan fá líf mitt aftur en við breyttar kringumstæður en það mun að öllum líkindum kosta ærna fyrirhöfn. Ég er bara þannig innréttuð að mér er lífsins ómögulegt að setja poka á hausinn á mér og láta sem ég búi í fullkominni veröld við þær aðstæður sem blasa við. Þess vegna reyni ég að sætta mig við að miðað við aðstæður er ástæða til að fylgjast grannt með og vera viðbúinn... vonandi verður uppskeran góð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband