Nú ætla ég að bregða út af vananum og hrósa!

Trúin á að ljósið muni sigraAf því að ég á það til að setja út á blaðamennskuna á mbl.is og ekki síður út á það sem fréttirnar fjalla um þá get ég ekki staðist mátið að segja eitthvað jákvætt líka. Mig langar sérstaklega til að hrósa þeim samtökum sem stóðu að þessum fundi fyrir þeirra framtak.

Það er svo sannarlega þörf á því að spyrja þá, sem sátu í stjórn og þá sem sækjast eftir því að taka við stjórnartaumunum, um þann þátt velferðarkerfisins sem snýr að heilbrigðismálum! Ég var af eðlilegum ástæðum ekki á þessum fundi enda búsett á Akueyri en mér sýnist þó á fréttinni af þessum fundi að sá sem skrifar hana hafi flutt vandaða samantekt af fundinum. Ég fanga því ekki síður og því líka að um hann hafi verið fjallað.

Mig langar svo til að taka það fram að ég tek heilshugar undir orð Jóhönnu þar sem hún segir „ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefðu ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.“ Þessu kynntust margir á þeim tíma sem heilaþvottasöngurinn „góðæri“ glumdi í eyrum.

Þess vegna er það grafalvarlegt mál að nú skuli enn vera skorið niður í þjónustu og gæðum heilbrigðisþjónustunnar og stendur til að skera niður meira!! Þetta gerist á sama tíma og sumir vilja að byggingu hátæknistúkrahúss sé hraðað!!


mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband