Við höldum áfram með borgarafundina á Akureyri

Niðurskurður í heilbrigðismálum

Borgarafundur í Ketilhúsinu miðvikudaginn 28. jan. kl 20:00

Frummælendur:
Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúrkahússins á Akureyri
Katrín Benjamínsdóttir aðstandandafélagi fyrrum íbúa á Seli
Hólmfríður Haraldsdóttir, nemi og húsmóðir
Árún K. Sigurðardóttir, deildarforseti Heilbrigðisdeildar HA
Kristján Jósteinsson,
forstöðumaður dagdeildar geðdeildar

Í pallborði:
Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar
Arna Rún Óskardóttir yfirlæknir öldrunarlækingadeildar FSA
Þórir V. Þórisson yfirlæknir á HAK
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður, varaformaður fjárlaganefndar og forseti bæjarstjórnar á Akureyri
Emma Agneta Björgvinsdóttir, móðir langveiks barns
Þuríður Backmann
,  þingmaður og fulltrúi í heilbrigðismálanefnd Alþingis

Aðrir sem fengið hafa fengið sérstakt fundarboð eru heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins.

Þeir sem hingað til hafa boðað komu sína eru:
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Fundarstjóri: Edward Huijbens

Næsti borgarafundur á Akureyri er fyrirhugaður sunnudaginn 8. feb. n.k. í samvinnu við undirbúningsnefnd borgarafundanna í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Landráð af „gáleysi“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Alltaf skal það hittast þannig á að ég er á vakt þegar þessir fundir eru. Jæja, maður getur víst ekki sleppt vinnunni. En það er fundur á morgun í Akureyrar akademíunni er það ekki kl 16.00? Hvar er þessi Akureyrar akademía til húsa?

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott framtak hjá ykkur.  Það þýðir ekkert að þagna núna því það ber að fylgja eftir kröfunum, hver sem situr við völd.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arinbjörn: Ef þú flettir upp á ja.is færðu símanúmer og heimilisfang Akureyrarakademíunnar Held að það sé öruggara að hringja í þá þar en spyrja mig. Ég er a.m.k. ekki orðin upplýsingarfulltrúi þeirra enn þá

Sigrún: Ég held að við þurfum að virkilega vinna í því að spyrna gegn frekari niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Hér á Akureyri er þegar búið að loka Seli sem var hjúkrunarheimili fyrir aldraða, loka dagdeild geðdeildarinnar þannig að þeir sem nutu þjónustu hennar eru nauðbeygðir til að leita suður eða vera án nokkurrar aðstoðar.. Foreldrar langveikra barna eru líka í mjög miklum vandræðum því þeir þurfa að leita suður eftir þjónustu við börn sín. Felstir gefast upp á þessum kostnaðarsömu ferðalögum og flytja þangað.

etta er ófremdarástand og reyndar ekki boðlegt þess vegna þarf að vekja athygli á því. Það eru auðvitað fleiri mál sem þarf að ræða þannig að ég vil meina að tími borgarafundanna sé alls ekki liðinn þó ríkisstjórnin hafi sagt af sér! Það er áfangasigur er langt í frá fullnaðarsigur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:10

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Rakel, tékka á því, las það á fésbók að það væri fundur á morgun. Ég hélt að þú værir orðin talsmaður allra uppreisnarafla á norðurlandi

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

ég veit ekki hvort Akureyrarakademínan vilji láta tengja sig við nokkra uppreisn af neinu tagi en svona þér að segja þykir mér líklegast að fundurinn sé í einhverju húsnæði Háskólans. Annaðhvort við Þórunnarstrætið eða út á Sólbirg.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:20

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er búinn að finna akedemíuna á netinu og m.a.s. skrá mig í hana. www.akureyrarakademian.is

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flott með fundinn. Vona að fólk haldi áfram vaktinni þótt sjálfsstæðisflokkurinn hafi verið rekinn frá. Við þurfum að rústa flokksveldinu. Gleymum ekki að sigurinn er ekki enn í höfn. Það þarf að tryggja raunverulegt lýðræði á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:43

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arinbjörn: Ég hefði veðjað á húsnæði Háskólans á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis en nú veit ég betur. Þökk sé þér

Jakobína: Ég hef sennilega einmitt verið að fá útrás fyrir hugleiðingar mínar nátengdar því sem þú bendir á, á sama tíma og þú settir inn þessa athugasemd hjá mér Þannig að auðvitað tek ég undir það með þér að við þurfum einmitt að tryggja raunverulegt lýðræði! Við vorum ekki bara að mótmæla Sjálfstæðisflokkunum. Þeir sem telja sér trú um það vaða í glórulausri villu. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.1.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband