Sorgarþáttur í D-moll

IMGÞað er gott að fá staðfestingu á því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru að skapi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta var það sem við höfðum áhyggjur af en höfum nú fengið staðfestCrying Það er líka merkilegt að sjá hagfræðing sjóðsins, P. Thomsen, hamra á því að við megum ekki gera lítið úr þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir núna! Innihaldslaus klisja þar sem allir gera sér fyllilega grein fyrir honum en aðgerðir ríkisstjórn- arinnar miðast að því að lágmarka vanda þeirra sem komu okkur út í hann með því að hámarka skaða þeirra sem fengu engu ráðið!

Það er líka afar ósmekklegt að sjá það haft eftir umræddum hagfræðingi að áætlunin gangi vel í ljósi þess að nú þegar eru á tíunda þúsund landsmanna atvinnulausir og í ljósi frétta af því að öll neyðaraðstoð og félagslega þjónustan eru að komast í þrot. Það er þess vegna ekki hægt að túlka þessi orð hagfræðingsins öðruvísi en svo að það sé að hans skapi að almenningur sé blóðmjólkaður á kostnað auðvaldsins í landinu!

Við þurfum enga hagfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að segja okkur að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru erfið og stór. Það blasir við öllum þeim sem raunverulega vilja sjá, heyra og skilja. Við viljum hins vegar alls ekki þurfa að horfa upp á það að þeir sem bera stærstu ábyrgðina séu frýjaðir henni! Það má hins vegar skilja á orðum Poul Thomsen að það sé í takt við væntingar sjóðsins.“

Sem betur fer eru þeir alltaf fleiri og fleiri sem opna augun fyrir því að það hefur og er eitthvað stórkostlegt að íslenska hagstjórnarumhverfinu og stjórnkerfinu almennt. Þetta eru sorglegar staðreyndir en það er þó nauðsynlegt að vera meðvitaður um þær. Mig langar í þessu sambandi að benda á færslur tveggja bloggara sem hafa átt drjúgan þátt í því að viðhalda vöku minni hvað þetta varðar og sennilega miklu fleiri.

Þetta eru annars vegar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir og Lára Hanna Einarsdóttir. Lesið endilega þessa færslu Láru Hönnu um loftbóluna sem íslenska hagkerfið byggðist á (myndin sem fylgir þessari færslu er fengin að láni hjá henni) og hugleiðingar Jakobínu í kjölfar þess að hún kynnti sér lögin um rannsóknina sem á að fara fram á aðdraganda og orsök bankahrunsins nú í haust.

Mig langar til að taka það fram að þeir eru miklu fleiri sem eiga drjúgan þátt í að halda vöku minni og styrkja mig á þessum erfiðu tímum. Það væri alltof langt mál að telja alla upp hér en mikið er ég þakklát þeim öllum! Ég ætla að ljúka þessari færslu með því að vekja athygli á myndbandi sem ég var að rekast á inni á bloggi Egils Helgasonar. Myndbandið heitir Íslenska spilaborgin:


mbl.is Áætlunin gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband