Stuðningurinn er alltaf góður

... og ekki veitir okkur af honum núna þegar hagur þjóðarinnar er jafnafskiptur og raun ber vitni. Núverandi aðstæður í samfélaginu benda til myrkar framtíðar með verulegri kjaraskerðingu. Þjóðinni er ætlað að borga óráðsíu samsærissystkina úr röðum stjórnvalda og ríkustu manna landsins.

Undir þessum kringumstæðum veitir okkur ekki af stuðningi. Jafnvel þó hún komi bara frá einum, breskum blaðamanni sem segir að Gordon Brown hafi komið fram við okkur eins og skólastrákur sem sparkar í liggjandi félaga sinn í þeim misskilningi að slíkt muni ganga í augun á stelpunum.

Hann segir líka að hann haldi að við munum spjara okkur. „Þetta er þjóðin sem stofnaði fyrsta lýðræðislega þingið, Alþingi, þjóðin sem barðist við breska sjóherinn til að koma á fyrsta sjálfbæra sjávarútveginum á norðurhveli jarðar, þjóðin sem eignaðist þrjár ungfrúr heim og eitt Nóbelsskáld - og vann síðan silfur í handbolta. Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni ekki eftir því hvernig menn sóa heppni.“

DraumurKannski við megum leyfa okkur að vera bjarsýn og vona það besta. Þeir mótmælendur sem ég hef borið gæfu til að kynnast bæði hér fyrir norðan og fyrir sunnan fylla mig a.m.k. bjartsýni. Sú einurð, réttlætiskennd og viska sem ég sé skína út úr skrifum margra þeirra hérna á blogginu elur mér vonarfulla drauma.

Ég trúi því að okkur takist að snúa óréttlætinu við í farvegi sínum þó farvegur þess sé vissulega breiður og uppruni og umfang spillingarelfunnar ekki fullkomalega ljós. Ég trúi á réttlætið og á mér draum um að það nái fram að ganga. Ég leyfi mér ekki annað!


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað verðum við að snúa þessu við en vandamálið er að Bretar sýna enn á ný sitt skítlega eðli. Þeir traðka á þeim sem þeir telja minna mega sín. Það hafa þeir alltaf gert.

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skrifaði mína skoðun á þessu, og mig langar að þakka AA Gill fyrir vel skrifaða grein "Ekki nóg með að Brown sparkaði í Íslendinga, heldur sparkaði hann í okkur liggjandi"

Sævar Einarsson, 14.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir það með þér Rakel að réttlætið þarf að ná yfirhöndinni. Skilningur aðila á hugtakinu spilling virðist vera takmarkaður í stjórnarráðinu enda eru þeir sífellt að afhjúpa sig. Það þarf að koma fólki til valda sem skilur merkingu orðsins heilindi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála, því að þessi greinarhöfundur virðist skrifa þessa grein með hluttekningu til Íslendinga,en ekki í pólitískum tilgangi eins og svo margir hafa ert sem gagnrýnt hafa Breta hingað til.

Bresk stjórnvöld komu óbeint í veg fyrir það að íslendingar sem þjóð gæti haldið áfram að lifa á lánum.   Það sem var slæmt við það að þeir notuðu hryðjuverkalög, en þeim var reyndar beint gegn íslensku bönkunum ekki þjóðinni.

Það sem er verst við þessa atburðarás er að íslenskir stjórnmálamenn hafa reynt að nota þessar aðgerðir Breta til að þjappa þjóðinni saman, eitt af því fáa sem þingmenn allra flokka eru sammála um er að Bretar beittu okkur órétti.

En aðal málið er að íslensk stjórnvöld eru ekki í stríði við Breta heldur á fullu við að skuldsetja eigin þjóð. 

Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hárrétt hjá Magnúsi að íslensk stjórnvöld eru ekki í stríði við Breta heldur á fullu við að skuldsetja eigin þjóð. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband