Bæn spillta græðgisvæðingarsinnans

Ég heyrði brot úr laginu sem ég læt fylgja þessari færslu í fyrsta skipti þegar ég sá bíómyndina Flugdrekahlauparinn (Kite Runner). Það var eitthvað við flutning þess og samhengið sem það var sett í sem greip mig strax. Ég fór svo inn á YouTube og hafði upp á myndbandi með flutningi alls lagsins þar. Söngvari þess heitir Sami Yusuf. Textinn sem hann syngur er islömsk bæn; fyrst flutt á arabísku svo á ensku.

Það sem greip mig strax var þetta í enska textanum: „My sinds are like highest mountain“. Mér sýnist að þeir sem komu þjóðinni í þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna þurfi virkilega að horfa í eigin barm og viðurkenna sekt sína og syndir. Mér sýnist þær vera fjallháar. Þeim væri þess vegna sannarlega hollt að iðrast og biðjast fyrirgefningar. 

Þar sem bænin sem um ræðir hér er bæn Múhameðstrúarmannsins þá leyfði ég mér að gera lauslega þýðingu á henni. Þýðingin er þó aðalega frjálsleg á lokum hennar þar sem ég tók mér svolítið skáldaleyfi. Þrátt fyrir að það kenni einhverrar tvíræðrar kaldhæðni af minni hálfu þar þá tek ég það fram að lagið, flutningur þess og umgjörð eru ákaflega falleg.

Ó, guð minn!

Syndir mínar eru á stærð við hæstu fjöll.
Góðverk mín eru mjög fá.
Þau eru á stærð við lítinn piparávöxt.

Ég sný mér til þín.
Hjarta mitt er fullt af skömm og augun full af tárum.
Ég bið þig um að veita mér fyrirgefningu og miskunn.

Ó, guð minn!
Sendu þjáningarsystkinum mínum blessun þína og frið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

ÞETTA ER ÆÐISLEGA FLOTT!!!

Takk fyrir að deila þessu. Ég hef ekki heillast svona í lengri tíma.

Þetta er svo flott gert, sungið, spilað og tjáð. Orðin og tónlistin saman gera þetta ekki bara fullkomið, heldur 200%

Ætla að geyma slóðina 

Beturvitringur, 25.11.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Yndislegt að heyra! Njóttu þessa vel. Okkur veitir ekki af einhverju fallegu og gefandi sálarfóðri á þessum tímum. Kveðjan þín var svoleiðis gullmoli fyrir mína sál þannig að takk sjálfur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 03:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er fallegt lag og umgjörðin mögnuð. Lítillætið í textanum á lítið skylt við hugsunarhátt ráðamanna í dag.

Þeirri spurningu var beint til ráðamanna á borgarafundi hvort þeir gengjust við ábyrgð. Geir var ekki á því en sagðist myndi taka því sem kæmi fram í skýrslu að lokinni rannsókn í þeim efnum. Samviska hans liggur sem sagt þar! Í skýrslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er satt en það væri óskandi að þeir opnuðu augun fyrir því að það er fullkomlega kominn tími á að þeir litu í eigin barm. Ef af því yrði þá þurfa þeir svo sannarlega á einhverri hughreystingu að halda. Kannski þessi bæn gæti komið þeim að gangi þar...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband