Það er ekki sama Jón eða séra Jón!

 Fréttinni sem ég tengi þessari færslu lýkur þannig: „Ragnar sagði að það hvarflaði að sér að tilgangurinn með handtökunni hafi í raun verið að senda mótmælendunum skilaboð.  Slíkt sé tíðkað í ýmsum löndum, sem Íslendingar vilji síst kenna sig við, að götur og stræti séu hreinsaðar fyrir vissar athafnir.“ Mér rennur kalt vant milli skinns og hörunds. Er þetta þá ekki bara ímyndun mín?

Inni á Vísindavefnum er eftirfarandi skilgreiningu á fasisma að finna:

Þannig boða fasistar öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina. Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins. Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags. (Hrafnkell Tjörvi Stefánsson 2003)

Hljómar þetta ekki óhugnanlega kunnuglega? Langar einhvern í alvöru að kveðja lýðræðið og innleiða fasismann? Sjá ekki allir hverjir það eru sem hafa verið að færa lýðræðið æ meir í átt til ofangreindra stjórnarhátta? Finnst virkilega einhverjum skrýtið þó almenningur rísi upp lýðræðinu til varnar og krefjist þess að þeir sem hafa leynt og ljóst unnið að því að innleiða fasismann víki? Minni enn og aftur á undirskriftarlistann kjosa.is 5139 eru búnir að skrifa undir hann núna.

Frelsið leiðir fólkið

Sjálfsvirðingu minni sem Íslendings hefur verið ógnað að undanförnu. Hún hefur orðið fyrir miklum hnekki og það ekki að ástæðulausu. Mér finnst það hins vegar engin lítilsvirðing við mitt þjóðarstolt þó ungur maður sýni hug sinn til þeirra vinnubragða sem eru viðhöfð á Alþingi okkar Íslendinga á táknrænan hátt. Ég get nefnilega tekið undir það með honum að þar er eitthvað mikið að.

Þeim sem þar starfa hefur hins vegar eflaust þótt það lítilsvirðing við sína persónu að störfum þeirra væri þannig líkt við það að renna vörum fyrir skynjarann á búðarkassa eða að það væri gefið í skyn að þeir störfuðu í þágu auðmanna landsins. Hins vegar spyr ég mig hvort það réttlæti að lög séu brotinn á gerandanum í því máli? Er sjálfsviðing þingmanna sem sagt meira virði en heillar þjóðar?

Það er nefnilega mjög lítilsvirðandi fyrir mig sem Íslending að auðmenn hafi fengið að „gambla“ með þjóðarhaginn í skjóli ríkisstjórnarinnar. Í mínum augum er það mun alvarlegri glæpur en sá að ungur maður flaggi Bónusfána á vinnustað hennar til að koma skoðun sinni á vinnubrögðunum sem þar eru viðhöfð á framfæri.

Vinnubrögðin sem ríkisstjórnin hefur orðið ber af er árás á sjálfsvirðingu mína. Andlegri heilbrigði minni er ógnað. Mér líður eins og ég sé fórnarlamb óvinveittra afla sem lætur sig engu skipta hvort og hvernig ég og mínir komast af. Mér finnst handtaka þessa unga manns vera eins og yfirlýsing um það að ég eigi engan rétt sem einstaklingur því þeim réttindum verði að fórna svo græðgin geti blómstrað áfram í gróðurmold spillingarinnar.

Mér er gjörsamlega nóg boðið! Ég get ekki annað en mótmælt þessu óréttlæti...

Í raun á ég ekki annarra kosta völ!


mbl.is Engin lagaheimild fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég skil þetta hugarangur. Það er ekki hægt að hugsa um framgöngu valdhafa, auðmanna og embættismanna án þess að það gangi fram af manni. Fáránleikinn í öllu atburðaferlinu er svo yfirdrifinn að maður verður bara orðlaus. Mér er þó mikil huggun í því að sífellt bætist í þann hóp sem er ofboðið. Liðstyrkur er það sem færir okkur réttlátt samfélag að lokum. við verðum að trúa því

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þetta innleggg Jakobína Ég vil líka trúa því að réttlætið nái að sigra í þessum hildarleik þannig að við náum að endurreisa lýðræðið og byggja upp samfélagið þar sem réttlætið verður í fyrirrúmi. Réttlæti fyrir alla en ekki fáa útvalda.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hlakka til að sjá hverjir af ráðamönnum mæti í Háksólabíó í kvöld. Fjarvera þeirra verður æpandi frá merktum stólum þeirra á sviðinu.Það sem mér finnst líka svo sorgelga ömurlegt að það er enn fjöldi fólks sem trúir á stjórnvöld og flokkana..á björgunaraðgerðir brennuvarganna..fólk sem er hreinlega steinsofandi og dáleitt. Nú skil ég Vottana sem ganga í hús og rétta manni tímaritið VAKNIÐ!!! Þeir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir sofandahætti fólksins.

En svona í alvöru talað......mér er óglatt!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Guð hvað ég skil þig Katrín mín. Ég vona að þér líði eitthvað betur eftir fundinn í kvöld þó ég sé hrædd um að stólarnir beri vitni æpandi tómlæti. Þessi sterka samstaða hlýtur að skila okkur réttlætinu að lokum. Það verður reyndar að fara að gerast sem fyrst áður en allt fer til and.......

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.11.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband