Er enn verið að reyna að gera lítið úr rödd þjóðarinnar?

Nokkur fjöldi er sagður hafa tekið þátt í aðgerðunum „Rjúfum þögn ráðamanna“ í Reykjavík. Myndin sem fylgir þeirri frétt finnst mér hins vegar benda til að að þeir hafi verið töluvert fleirri en nokkrir! Það er ekkert minnst á það hvort eitthvað hafi orðið úr aðgerðum fyrir vestan.

Hins vegar er drepið á  að það hafi verið gengið bæði á Seyðisfirði og Akureyri. Ég tók þátt í göngunni á Akureyri. Þeir voru reyndar ekki margir sem tókust á við veðrið hér fyrir norðan til að styðja kröfuna um að ráðamenn upplýsi þjóðina um gang mála. Ég myndi samt giska á að þegar flest var hafi þeir verið yfir eitt hundrað. Eftir því sem leið á tæplega klukkustundar dagskrá gáfust þó nokkrir upp fyrir kulda og úrkomu.

Á meðan á göngunni og dagskránni stóð grétu himnarnir frostblautum tárum yfir þátttakendur eins og sést vel á myndinni sem fylgir hérna með. Þó nokkrir tóku til máls og einhverjir fluttu frumsamin ljóð eða ljóð frá fyrri tíma sem eiga allt eins við í dag og þegar þau voru ort. Mér fannst ræða Gísla og Hlyns standa upp úr ræðuhöldum dagsins og langar til að þakka þeim fyrir sitt framlag. Þeir voru frábærir báðir! Ég dáist reyndar að Sigrúnu fyrir að koma fram fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar þó ég hafi ekki verið sátt við innihald ræðunnar hennar. Þeir sem sitja með henni í stjórn bæjarins hefðu gjarnan mátt fylgja fordæmi hennar og sýna íbúum Akureyrar þann samhug sem mér fannst hún sýna með þátttöku sinni.

Hins vegar fannst mér framlag Þórarins Hjartar. á margan hátt standa upp úr. Ekki síst fyrir þá staðreynd að meðan hann kirjaði ættjarðarsöngva sem voru fjarskalega vel valdir þá lék hann undir berhentur á kassagítar. Hann lét svo sannarlega ekki óblíðar aðstæður aftra sér frá því að fylla okkur eldmóði og kjarki með einstaklega hvetjandi flutningi.

Megi þeir sem undirbjuggu dagskrána á Akureyri í dag hafa þökk fyrir framtakið og ég vona að þessu verði framhaldið. Miðað við fréttina sem ég tengdi þessari færslu stendur til að ganga næstu þrjá laugardaga í Reykjavík. Ég held að það sé full ástæða til að halda þessu áfram víðar á landinu. Vonand verða Akureyringar og nærsveitarmenn meðal þeirra sem treysta ekki bara á þátttökuna í Reykjavík til að vekja stjórnvöld upp að andvaraleysinu gagnvart rödd þjóðarinnar heldur undirbúa og taka þátt í aðgerðum til þess sjálfir.

Es: Það er athyglisvert að gera samanburð á umfjöllun íslenskra og erlendra fjölmiðla á mótmælunum í Reykjavík nýliðinn laugardag (18. okt). Í því sambandi bendi ég t.d. á frétt mbl.is, sem þessi færsla er tengd við, og þessa umfjöllun á hinu norska Aftenposten. 


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Sameinað Ísland.

Stöndum saman.

Johann Trast Palmason, 26.10.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er nokkuð ljóst að við gerum það

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:35

3 identicon

Fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru takmarkaðar og fólkinu er haldið óvitandi um ástandið.

Seðlabankinn er í raun gjaldþrota og krónan er ekki lengur til.
Þær krónur sem eru í umferð á Íslandi eru ekki meira virði en matardorpeningar.

Mótmæli gegn valdaklíkunni sem orsakaði þetta hrun eru höfð að háði og spotti af ríkisfjölmiðlunum.
Mafíuforinginn í Seðlabankanum situr sem fastast í brunarústunum og gefur út tilskipanir gegnum leppstjórn sína að þegnarnir eigi að snúa bökum saman og halda kjafti.

Margir íslenskir gáfumenn kyssa svipu mafíuforingjans til að tryggja sér salt í grautinn.
Þeir vitna í gríð og erg um að hrunið sé öllum eða engum að kenna og enginn sé sekur um neitt nema þá illmennin Gordon Brown og Darling.
Hinn  mikli  "Foringi" er óskeikull og hann "varaði við hættunni" en enginn hlustaði á hann.

Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.


Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!

"Vér mótmælum allir“


þjóðfundur þann 9. ágúst árið 1851
Sjá slóð;   http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir&oldid=528826

RagnarA (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband