Einræðið á Alþingi

Það eru litlar sem engar líkur á því að nokkur þeirra fjölmiðla sem hefur umtalsverða útbreiðslu muni vekja athygli á eða fjalla um það alvarlega atvik sem átti sér stað í þingsal nú fyrir jólin. Á síðasta þingfundi Alþingis, nánar tiltekið að kvöldi þess 21. desember, beitti forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, þvingunarvaldi til að freista þess að knýja fram aðra niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem hún vildi ekki una.

Í eftirfarandi myndbandi má setja sig inn í þessa atburðarrás sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu um breytingartillögu við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Hér sést hvernig Jóhanna Sigururðadóttir bregst við þegar hún áttar sig á því að tillaga Lilju Mósesdóttur og Eyglóar Harðardóttur um lækkun á virðisaukaskatti á taubleium úr 25% niður í 7% hefur fengist samþykkt.

Jóhanna bókstaflega sprettur upp úr sæti sínu og grípur til aðgerða. Eftir að hafa ætt nánast fnæsandi um þingsalinn endar hún á því að skipa forseta Alþingis að boða til þinghlés og láta endurtaka atkvæðagreiðsluna að því loknu:

Þinghléið hefur væntanlega verið notað til að tala yfir hausamótunum á „heimilisköttunum“. Árangurinn af tiltalinu og e.t.v. atlögu Jóhönnu Sigurðardóttur í þingsalnum eru breytingar sem koma fram með því að bera myndirnar hér að neðan saman: 

Meðvirknin í þingsal Alþingis

Niðurstaðan varð sú að breytingartillagan var samþykkt í báðum tilvikum en í fyrri atkvæðagreiðslunni með 27 atkvæðum gegn 21 en í þeirri seinni með 24 gegn 23. Það má líka benda á að í stað þess að aðeins einn þingmaður sæti hjá í fyrri atkvæðagreiðslunni eru þeir þrír í þeirri seinni.

Nei sögðu eftirtaldir: Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

Þeir sem sögðu eru: Atli Gíslason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari.

Hér er svo núverandi sætaskipan á Alþingi svo hægt sé að átta sig á hvaða þingmenn það eru sem létu Jóhönnu Sigurðardóttur segja sér fyrir verkum:

Sætaskipun á þingi haustið 2012


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Rakel.

Það er satt. Þetta virðist vera einn skrípaleikur allt saman. Svo titlar þetta lið hvert annað fleðurlega með háttvirt hitt eða hæstvirt þetta.

Jónatan Karlsson, 30.12.2012 kl. 22:07

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna, Rakel. Þetta var fróðleg atkvæðagreiðsla, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Nú á bara eftir að útskýra vinnubrögðin fyrir kjósendum þessa lands. Er ekki kosningavetur, með fögrum fyrirheitum um betri vinnubrögð? Eða er búið að breyta því líka, eins og þessari atkvæðagreiðslu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2012 kl. 23:20

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt, Rakel, og þakka þér fyrir að koma þessu á framfæri.

Gleðilegt nýtt ár.

Jón Valur Jensson, 31.12.2012 kl. 13:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Rakel, ég verð að viðurkenna að ég á ekki orð.  Þó hefur þetta lið gengið oft fram af mér.  En þetta slær öllu við.  Burt með þetta lið af þingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2012 kl. 16:47

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er auðvitað mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra hefur misst svo alla tilfinningu fyrir hugtakinu lýðræði að hann beitir sér með viðlíka hætti og kemur fram á myndbandinu og kemst upp með það.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.1.2013 kl. 17:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega sorglegt og svo talar hún þvert ofan í þetta ráðríki sitt í nýjársávarpi.  Hún er ekki bara siðlaus heldur í engum takti við þjóðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband