Amma ţín, frćnka ţín, vinkona ţín, ţú.

 Myndin hér ađ neđan er tekin í Aţenu eftir síđustu áramót. Grísk grasrótarsamtök hafa dreift henni víđsvegar á Netinu međ ţessum texta: „Η γιαγιά σου; Η θεÎŻα σου; Η φÎŻλη σου; Εσύ;“ sem útleggst ţannig: Amma ţín, frćnka ţín, vinkona ţín, ţú.

Hún var kannski perla...

Myndin kallar óneitanlega fram djúpa samúđ međ grískum almenningi sem er kominn af mörgum helstu stórmennum vestrćnnar sögu auk ţess sem menning Vesturlandanna byggir ađ mjög miklu leyti á ţeim hugmyndaheimi sem á rćtur sínar í grískum hetju- og gođsögnum.

Ef svona er komiđ fyrir Grikkjum hversu langt eiga ţá menningarsamfélögin eftir sem grundvalla tilveru sína á ţví sem ţeir ţáđu af ţví sem grískt er? Hversu langt verđur ţangađ til ađ tilefnin til ađ yrkja eins og raunsćisskáldiđ Gestur Pálsson orti undir lok 19. aldar blasa viđ á hverju götuhorni?

Betlikerlingin
Hún hokin sat á tröppu en hörkufrost var á
og hniprađi sig saman uns í kufung hún lá
og krćklóttar hendurnar titra til og frá,
um tötrana fálma, sér velgju til ađ ná.

Og augađ var sljótt sem ţess slokknađ hefđi ljós
í stormbylnum tryllta um lífsins vođa-ós
ţađ hvarflađi glápandi, stefnulaust og stirt
og stađnćmdist viđ ekkert - svo örvćntingarmyrkt.

Á enni sátu rákir og hrukka' er hrukku sleit,
ţćr heljarrúnir sorgar er engin ţýđa veit.
Hver skýra kann frá prísund og plágum öllum ţeim
sem píslarvottar gćfunnar líđa hér í heim?

Hún var kannski perla sem týnd í tímans haf
var töpuđ og glötuđ svo enginn vissi af,
eđa gimsteinn, sem forđum var greyptur láns í baug,
- en glerbrot var hún orđin á mannfélagsins haug.

„Hún var kannski perla [...] en glerbrot var hún orđin á mannfélagsins haug“


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Magnađ ljóđ og myndin segir meira en ţúsund orđ. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.4.2012 kl. 09:08

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ţau eiga saman myndin og ljóđiđ.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.4.2012 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.4.2012 kl. 13:01

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Magnađ ljóđ sem segir svo ótal margt!

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.4.2012 kl. 18:37

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ort á raunsćistímanum í lok 19. aldar. Stefnan gekk út á ađ skáldin ćttu ađ fletta ofan af félagslegu órétti í verkum sínum. Bókmenntunum var ţannig ćtlađ ađ vera lćknir samfélagsins. Međaliđ sem mćlt var međ á ţeim tíma var háđiđ. Gestur Pálsson var mjög leikinn í beitingu háđsins í verkum sínum en Betlikerlingin nćr án efa best til samtímans af verkum hans.

Ţađ kćmi mér reyndar ekkert á óvart ţó ţú gćtir skemmt ţér yfir verkum hans. Einkum fyrirlestri hans um lífiđ í Reykjavík ţar sem hann sakar Reykvíkinga um eintrjánungsskap og mannorđssýki! Algjörlega dásamleg orđ

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2012 kl. 00:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband