Þegar upplýsingar og fræðsla hafa orðið lyginni að bráð!

Það hefur verið vikið að því nokkrum sinnum áður á þessum vettvangi að núna eftir áramótin hafa verið haldnir allnokkrir mjög athyglisverðir laugardagsfundir í Grasrótarmiðstöðinni. Þegar innhald þeirra er skoðað kemur í ljós að langflestir hafa fjallað um það sem heitast hefur verið í umræðunni eftir hrun; þ.e. efnahagsmálin og lýðræðið.

Fundirnir hafa allflestir verið teknir upp í þeim tilgangi að gera efni þeirra aðgengilegt á You Tube. Nú er búið að klippa alla fyrirlestrana sem hafa verið teknir upp en umræðuhluti flestra fundanna er eftir. Það er búið að birta krækjur í meiri hluta fyrirlestrana hér nú þegar. Sjá hér og hér.

Viðhengd frétt er sannarlega tilefni til að vekja sérstaka athygli á tveimur laugardagsfundanna. Fyrirlesararnir eru báðir prófessorar við Háskóla Íslands. Annar í félagsfræði en hinn í stjórnmálafræði. 

Þorbjörn Broddason

Þorbjörn Broddason:

Samfélagsleg ábyrgð samfélagsfirrtra fjölmiðla. Erindi flutt á laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni 18. febrúar sl.

Í fyrirlestri sínum sagði Þorbjörn frá grunninum og hugmyndafræðinni sem fjölmiðlun er reist á auk þess að fjalla um örar tæknibreytingar og þá þróun sem hefur orðið bæði í fjölmiðlun og eignarhaldi á fjölmiðlum

Svanur Kristjánsson:

Var Búsáhaldabyltingin til einskis? Erindi flutt á laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni 3. mars sl.

Í fyrirlestri sínum fór Svanur yfir niðurstöður könnunar varðandi það hverjir tóku þátt í mótmælunum í janúar 2009 og hvers vegna auk þess að draga saman árangur Búsáhaldabyltingarinnar og benda á það hvernig honum verður best fylgt eftir.
Svanur Kristjánsson

Krækjurnar hér að ofan leiða inn á afspilunarlista (playlist) þar sem hvor fyrirlestur spilast þannig að hver hluti fyrirlestrarins tekur við að af öðrum. Til að létta væntanlegum áheyrendum lífið enn frekar þá birti ég hér efnisyfirlit sem fylgir hverjum fyrirlestri og er að finna í textaboxinu fyrir neðan hvert myndband.

Þetta er efnisyfirlitið yfir fyrirlesturinn hans Þorbjörns ásamt krækjum inn á sérhvern hluta:

  1. I. Grunnur og hummyndafræði að baki fjölmiðlun: http://youtu.be/NBJ6anrbYY0
  2. Þjár tegundir fjölmiðla skipta mestu í nútímanum. Þ.e: þjóðlegir fjölmiðlar, miðstýrðir ofurmiðlar og örmiðlar: http://youtu.be/xOErWI9QhHg
  3. Eignarhald á þremur stærstu ofurmiðlum heimsins og þremur stærstu fjölmiðlunum innanlands: http://youtu.be/rMtFNTY8d7k
  4. Niðurstöður úr síðustu fjölmiðlakönnunum og lokaorð: http://youtu.be/eztaWoXa2ig

Þetta er svo efnisyfirlitið yfir fyrirlesturinn hans Svans ásamt krækjum:

  1. Inngangur: http://youtu.be/qev_s0BFCHc
  2. Hvað einkenndi Búsáhaldabyltinguna: http://youtu.be/4HpCE4ngyvc
  3. Hverjir tóku þátt og hvers vegna: http://youtu.be/Yh8yNJoav2c
  4. Siðferðishrunið í undanfara efnahagshrunsins: http://youtu.be/eCGBke93FeY
  5. Árangur Búsáhaldabyltingarinnar og næstu skref: http://youtu.be/Abh3Owc3Jxo

Það fer vel á því að enda þetta á beinni krækju í fimmta hlutann hjá Svani Kristjánssyni þar sem hann dregur saman þann árangur sem hann vill minna grasrótina á að hún hafi náð og hvetja fólk til að halda áfram og fylgja árangrinum eftir!


mbl.is Könnuðust ekki við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband