Rautt neyðarkall fámennrar þjóðar út við nyrstu höf...

Myndir segja oft meira en þúsund orð enda hafa sumar þeirra margfalt meiri áhrif þar sem myndmálið er fjölþjóðlegt. Loftmyndin sem var tekin af rauða neyðarkallinu við Bessastaði í upphafi árs 2010 átti þannig ekki sístan þáttinn í að koma Icesave-deilunni á heimskortið. Hvort rauða neyðarkallið fyrir framan Hörpu sl. fimmtudag verður til þess að vekja athygli heimsbyggðarinnar á afleiðingunum af stamstarfi íslensku ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á velferðarkerfið og lífskjör almennings verður tíminn að leiða í ljós.

Rautt neyðarkall við Hörpu

Eins og áður hefur komið fram á þessu bloggi tók nokkur hópur Íslendinga sig til og skrifaði erlendu ræðumönnunum á þessari ráðstefnu bréf þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir því að ríkisstjórn Íslands reyndi að fegra ástandið. Draumurinn var að sjálfsögðu sá að ná athygli erlendu pressunnar sem mátti búast við að yrðu viðstaddur þessa ráðstefnu. Enn sem komið er ber lítið á árangri í þeim efnum. Hins vegar er ljóst að erlendu sérfræðingarinnar voru mun gagnrýnari en almennt var gert ráð fyrir.

Hópurinn sendi bréfið líka á íslensku ráðherrana þrjá sem sátu ráðstefnuna svo og innlenda fjölmiðlana. Það fékk m.a. ágæta umfjöllun á RUV eins og ég sagði frá hér. Það var svo ekki fyrr en sl. miðvikudagskvöld sem það lá ljóst fyrir að af rauða neyðarkallinu yrði og fengu íslensku fjölmiðlarnir fréttatilkynningu um það morguninn eftir. Sumir þeirra birtu fréttatilkynninguna orðrétta strax um morguninn og birtu síðan myndir frá atbuðinum síðar um daginn. Stöð 2 og mbl.is birtu viðtal við skipuleggjendur viðburðarins. Sjá hér og hér.

Tilgangurinn með þessari færslu er að birta nokkrar myndir af því sem fram fór fyrir framan Hörpuna á ráðstefnudaginn. Myndirnar eru frá: Andresi Zoran Ivanovic, Jóhanni Ágústi Hansen og Kristjáni Jóhanni Matthíassyni. Fyrst eru myndir af mjög táknrænum gjörningi:

Dauðinn stendur vörð um „gjafir“ AGS
Dauðinn við Hörpuna
 Doom by sunris Dauðans alvara

Dauðinn horfist í augu við sjálfan sigÞeir sem hafa kynnt sér sögu AGS og kafað ofan í það hvaða afleiðingar afskipti sjóðsins hafa haft á efnahag þjóða í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu hafa fyrir löngu bent á að sjóðurinn skilur hvarvetna eftir sig sviðna jörð. Aðgerðaráætlun AGS fyrir Ísland er í meginatriðum ekkert frábrugðin módelinu sem sjóðurinn hefur stuðst við í öðrum löndum.

Þar, eins og hér, er byrjað á því að hneppa ríkisstjórnirnar í þvílíkar skuldir að öllu skynsömu fólki er ljóst að þær verða aldrei greiddar með öðru en helstu auðlindum land- anna. Áherslan er síðan öll lögð á fjármálakerfið en opinber þjónusta, eins og heilbrigðisþjónusta, menntun og samgöngur, skorin inn að beini enda er það stefna sjóðins að ryðja einkafyrirtækjum rúm á öllum sviðum.

Dauðinn og grafreitur hann var þannig einkar táknrænn fyrir þá sviðnu jörð sem sjóðurinn skilur hvarvetna eftir sig. Skilaboðin sem komu fram á andmælaskiltunum niður við Hörpu sl. fimmtudag voru ekki síður afdráttarlaus:

Alþingi: Þjófar gegn þjóð
AGS fyrir 1%-ið gegn 99%-unum
 Kapítalisminn eða framtíðin? Okkar val!

 Sama leið. Sama hrun!

Hápunkturinn var svo tendrun neyðarblysanna í hádeginu eða klukkan 12:20. Tímasetningin miðaðist við það að fólk næði að nýta hádegishléið sitt en ekki síður við það hvenær Ómar Ragnarsson, sem tók mynd af þessu úr lofti, næði á staðinn. Myndbandið sem hann tók upp var sýnt í vandlegri umfjöllun fréttastofu Sjónvarpsins um ráðstefnuna. Myndirnar hér að neðan eru hins vegar flestar frá Jóhanni Ágústi Hansen en ein er fengin að „láni“ frá visi.is
Rautt neyðarkall við Hörpu

Hér eru svo fleiri frá rauðu neyðarkalli fámennrar þjóðar út við nyrstu höf:

Rautt neyðarkall fámennrar þjóðar út við nyrstu höf
Rautt neyðarkall (visir.is)
 Rautt neyðarkall við Hörpu AGS gegn rauðu ljósi
 Þar rauður loginn brann Rautt neyðarkall við Hörpu

mbl.is Samið fyrirfram um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er tilkomumikið ljósalistaverk.  Ég ætla mér að fá að stela nokkrum myndanna svona upp á tækifæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 12:14

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvaðan hefur þú eiginlega þínar upplýsingar Rakel. Að samstaf Íslands og AGS hafi gengið út á það að ríkissjóður safnaði skuldum eru svo mikil öfugmæli að það háfla væri nót. Þetta samstarf gekk út á það að draga eins og kostur er úr þeim hallarekstri ríkssjóðs sem hrunið hafi valdið með það akkúrat að leiðarljósi að minnka skuldsetningu ríkissjóðs. Vissulega voru lán innifalin í því samstarfi en það var einmitt gert til þess að koma í veg fyrir enn meira hrap í lífskjörum og enn verri kreppu en annars hefði orðið.

Hvað varðar lakara velferðarkerfi en var í góðærinu þá hefur velferðarkerfið hér verið betur varið en í mörgum öðrum ríkjum sem þó fengu minni skell en við. Það hefur eimnitt vakið eftirtekdt hvernig við Íslendingar höfum þó máð að hlífe þeim verst settu fyrir hruninu og láta þá betur settu taka á sig mun meiri byrðar. Samdráttur í ráðstöfunartekjum tekjulægstu hópa hefur orðið mun minni en þeirra tekjuhæstu og þá ekki hvað síst fyrir tilstilli aðgerða stjórnvalda.

Hvað Icesave málið varðar þá erum við ekki búnir að bíta úr nálinni með það enda það mál á leið fyrir dómstóla eftir að við höfnuðum því að fara samningaleiðina. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að út úr því dómsmáli komi mun hærri greiðslubyrði fyrir okkur af því máli en hefði orðið samkvæmt þeim samningum sem við gerðum.

Og ekki má gleyma bréfinu sem sent var út og þú nefnir hér. Það var fullt af blekkingum og rangfærslum og voru þeir sem það skrifuðu því svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þeir voru að gagnrýna aðra fyrir slíkt. Vissulega er ekki gott ef ástandið er fegrað fyrir umheiminum en það er heldur ekki gott þegar það er málað mun svartara en efni standa til eins og gert var í þessu bréfi.

Sigurður M Grétarsson, 30.10.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki gefist upp því að ísland er landið og því aldrei má gleyma!

Sigurður Haraldsson, 30.10.2011 kl. 13:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sigurður M. Grétarsson, af hverju ert þú að verja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Ekki getur verið að hagsmunir ykkar fari að einhverju leyti saman? Eða hvað?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2011 kl. 15:57

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Rakel. Hagsnunir mínur gagnvart Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fara einungis saman að því leyti að ég er þegn í íslensku þjóðfélagi og því hefur sá árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum hér á landi með samstarfi við AGS áhrif á minn hag eins og annarra Íslendinga. Það er ekki nokkur vafi að ef við hefðum ekki farið í það samstarf sem við fórum í við AGS þá væri hér mun dýpri kreppa og mun lakari lífskjöjr en við búum þó við í dag.

Sigurður Haraldsson. Þessi athugasemd þín er reyndar illskiljanleg. Ísland heldur áfram að vera Ísland og heldur áfram að vera landið okkar þó við tökum þátt í samstarfi við vinaþjóðir okkar á vettvangi ESB.

Sigurður M Grétarsson, 30.10.2011 kl. 17:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fer nú eftir því hvað þú kallar að landið haldi áfram að vera Ísland, þegar búið er að svipta okkur sjálfræði yfir auðlindum okkar og við fáum bara brauðmola frá gjörspilltu batteríi í Brussel. 

http://www.youtube.com/watch?v=5CZr17HLH5U

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 17:57

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásthildur, þú mátt mjög gjarnan vekja athygli á þessum viðburði með myndbirtingum. Sá reyndar að þú varst búin að því.

Sigurður M. Grétarsson, þú ert væntanlega eyland sem með kolsvört gleraugu nema þú hafi lent í alvarlegum heilaþvotti. Ég efast um að það hafi neina þýðingu að ræða málin að skynsamlegu viti við einstakling sem þannig er komið er fyrir. Ég ætla samt að gera heiðarlega tilraun og bið þig um að benda á nokkur dæmi um það að hópurinn sem skrifaði bréfið til erlendu sérfræðinganna hafi málað ástandið svartara en það er í reynd.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2011 kl. 19:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Rakel mín ég gerði það, og er búin að vista nokkrar frá þér líka. gott að eiga svona upp á það sem koma skal.  Takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 19:30

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M. Grétarsson:

Að samstaf Íslands og AGS hafi gengið út á það að ríkissjóður safnaði skuldum eru svo mikil öfugmæli...

Ertu að halda því fram að tilgangurinn með því að leita til AGS hafi verið einhver annar en að biðja um risastórt gjaldeyrislán? Felst ekki í því skuldsetning? Ef það var ekki tilgangurinn, hver var hann þá? Var svo ekki reynt að beita AGS sem verkfæri til að knýja fram skuldbindandi ríkisábyrgð vegna IceSave innstæðnanna?

Hvað Icesave málið varðar þá erum við ekki búnir að bíta úr nálinni með það enda það mál á leið fyrir dómstóla eftir að við höfnuðum því að fara samningaleiðina. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að út úr því dómsmáli komi mun hærri greiðslubyrði fyrir okkur af því máli en hefði orðið samkvæmt þeim samningum sem við gerðum.

Ég veit ekki hvar á að byrja á því sem er vitlaust við þetta.

Í fyrst lagi þá gerðum "við" engan samning, heldur voru það embættismenn sem það gerðu í óþökk þjóðarinnar, sem hafnaði síðustu tveimur samningunum sem undir hana voru bornir. Þeim fyrsta hafnaði Alþingi og breyttri útgáfu hans sem Alþingi samþykkti höfnuðu Bretar og Hollendingar og Alþingi hefur nú líka fellt úr gildi lögin sem leyfðu þann samning.

IceSave mun aldrei fara fyrir dómstóla. Hefurðu yfir höfuð fylgst með því sem er að gerast á evrusvæðinu? Heldurðu að einhver þar hafi áhuga á því núna að fá dómafordæmi fyrir því að ríkjum sé skylt að ábyrgjast bankainnstæður? Það sem þá myndi gerast er að mörg ríki álfunnar færu lóðbeint á hausinn, þar með talin ríkin sem eru mótaðilar í IceSave málinu. Lestu svo þetta: Amagerbanki gjaldþrota - innstæður ekki að fullu tryggðar. Það væru þá fleiri lönd brotleg en Ísland ef svo væri í raun. Sigurður, þú segir að IceSave sé á leið fyrir dómstóla. En af því hefur ekkert frést. Vinsamlegast segðu okkur hvar og hvenær stefna eða kæra hefur verið lögð fram.

Varðandi greiðslubyrði, þá kveða reglur innstæðutryggingakerfisins á um tryggingu upp að 20.888 EUR. Eftir dóm hæstaréttar í fyrradag, þá liggur fyrir að miklu meira en það mun verða greitt upp í endurkröfur vegna innstæðna. Í engum réttarsal er hægt að bæta tjónlausum bætur. Ef við hefðum hinsvegar álpast til að samþykkja þó ekki nema skásta IceSamninginn (Buchheit) þá væri nú þegar áfallinn á ríkissjóð óendurheimtanlegur vaxtakostnaður upp á 26 milljarða í erlendum gjaldeyri, sem fjármálaráðherra hefur sjálfur viðurkennt að voru aldrei fyrir hendi. Með öðrum orðum var samningurinn gúmmítékki sem hefði sjálkrafa leitt til greiðslufalls. Þá hefðu Bretar og Hollendingar getað gengið að veði í eignum íslenska ríkisins. Það hefðu verið afleiðingarnar ef þessi tilraun til fjársvika hefði náð fram að ganga.

Svo er það algjör misskilningur að halda því fram að með því taka afstöðu með eða á móti samningnum værum við að velja á milli annaðhvort dómstóla eða samningaleiðar. Hefurðu yfir höfuð lesið samningana? Þeir fjalla meðal annars um lögsögu (breska) og dómstól (hollenskan) til að skera úr um ágreining eða afleiðingar vanefnda sem áttu að vera með veðtryggingu í eignum íslenska ríkisins. Er það ekki dómstólaleið? Með samþykki IceSave og undirritun fjármálaráðherra, þá fyrst hefði stofnast lagaleg skuldbinding. Eins og ég lýsti þá þá hefði hann svo lent í greiðslufalli og þá hefðu Bretar og Hollendingar réttað í gjaldþrotamáli yfir okkur og dæmt sér íslenskar ríkiseigur upp í hina meintu skuld.

Núna er hinsvegar engin lagaleg skuldbinding fyrir hendi, aðeins ágreiningur um réttan skilning á kvöðum og skyldum vegna innstæðutrygginga. Eins og ég hef útskýrt þá eru engar líkur á því núna að þeim ágreiningi verði vísað til dómstóla, af ótta við að það myndi valda allsherjarhruni veikburða fjármálakerfis álfunnar.

En ég skal hinsvegar segja þér nákvæmlega hvenær málið hefði fyrst farið fyrir dómstóla. Ef einhvernveginn hefði álpast á þetta ríkisábyrgð þá beið fólk í röðum eftir að saksækja íslenska ríkið fyrir brot á 2. gr. laga nr. 2/1993 um evrópska efnahagssvæðið, sem felur í sér bann við ríkisstuðningi við einkarekstur. Þú getur treyst vitnisburði mínum um þetta því ég var sjálfur þar á meðal.

Og ekki má gleyma bréfinu sem sent var út og þú nefnir hér. Það var fullt af blekkingum og rangfærslum og voru þeir sem það skrifuðu því svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þeir voru að gagnrýna aðra fyrir slíkt.

Bentu á eina rangfærslu í bréfinu. Eina einustu. Ég er búinn að benda á margar hjá þér Sigurður M Grétarsson, svo hver er að kasta steini úr glerhúsi?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2011 kl. 19:37

10 identicon

Blessunarlega er kraftur "venjulega fólksins" enn til staðar.

Og þegar "venjulega fólkið" hefur engu lengur að tapa,

þá mun það hafa sigur ... fyrr en síðar ... miklu fyrr en síðar.

Petur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 20:05

11 identicon

Að kvöldi 24.apríl 2009 horfði ég á umræður flokksformanna í sjónvarpi RÚV ohf. fyrir þingkosningarnar daginn eftir.  Og þar lagði ég vel við hlustir, mjög vel við hlustir, því hér hafði orðið Hrun og maður vildi því leggja sitt litla lóð á vogarskálar réttlátra eftirmála.  Ég er einn þeirra sem fannst lítið tilefni vera til að verðlauna hrun-flokkana, BDS, en að ég skyldi láta glepjast af loðmullu fagurgala og lygum Steingríms Jóhanns Sigfússonar það kvöld get ég seint fyrirgefið sjálfum mér.  Ma. hvað varðar ESB, því þangað er stefnt, þó hann segði allt annað að kvöldi 24.apríl 2009.  Maðurinn er skinheilagur rað-lygari, það vita flestir nú-orðið. 

Icesave valdníðsla Steingríms Jóh. og auðræðis-mellu-háttur hans fyrir hönd AGS og erlenda vogunarsjóði og hrægamma er efni í heila glæpasögu.

En ... "We wont get fooled again!"  Við sem höfum orðið vitni að rað-lygum mannsins látum ekki blekkja okkur aftur, því þeir sem tala tungum tveimur og akta í stíl eru ekki traustsins verðir.

Það er ósk mín að réttsýnt fólk til jafnaðar, heilbrigðs frelsis og bræðra-og systralags og samkenndar í samfélagi okkar "venjulega fólksins" stofni nýtt stjórnmálaafl, þvert á flokka og myndi þá skjaldborg um hag alls almennings þessa lands, sem við vorum svikin um. og hreinsi til.

Þegar þingið nýtur einungis 11% trausts þjóðarinnar, þá er eitthvað meira en lítið að.  Það er augljóst öllum nema blindum vörslumönnum valdsins.  Skoðanakannanir sýna það trekk í trekk að vantraust almennings er algjört á hinum hefðbundnu og samtryggðu flokkseigendaflokkum.

Það er staðreynd að við erum rík þjóð í mörgum skilningi þess orðs og auðlindir til lands og sjávar miklar og því ætti hér öllum að geta liðið vel og haft það gott ... ef ekki væri sú misskipting sem nú ríkir og hefur, þvert á fagurgala-loforðin, farið vaxandi undir skinhelgum pilsfaldi heilagrar Jóhönnu Sig. og Steingríms J., þar sem hagsmunaklíkurnar fá að valsa um og vefa spunaþráð blekkinganna og sjónhverfinganna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Pétur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 23:01

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pétur Örn: ...í samfélagi okkar "venjulega fólksins" stofni nýtt stjórnmálaafl, þvert á flokka og myndi þá skjaldborg um hag alls almennings þessa lands, sem við vorum svikin um. og hreinsi til.

Þakka stuðninginn, ég vil benda þér á að það er engin þörf á að stofna fleiri nýjar flokka, það eru nú þegar þónokkrir slíkir sem hafa verið stofnaðir og bíða eftir fólki til að ganga í þá. Hvern þeirra hefur þú gengið í?

Borgarahreyfinguna? Samtök Fullveldissinna? Frjálslyndi flokkurinn er ennþá til og þar er fullt af fólki sem var ekki heilaþvegið af hrunadansinum. Sama má segja um Húmanistaflokkinn, Þjóðarflokkinn og fleiri. Þetta er ekki tæmandi upptalning en ástæða þess að ég nefni ekki Hreyfinguna er að í henni er engin formleg aðild heldur er öllum með kosningarétt frjáls þáttaka í störfum hennar ef ég skil rétt.

Það er ekki nóg að segja að það þurfi að koma nýir flokkar. Það þarf líka að kjósa þá sem koma og eru komnir. Og slíkt krefst líka stuðnings í verki eða í formi styrkja frá almenningi því ekki viljum við heldur vera á spena hjá fyrirtækjum eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2011 kl. 02:08

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2011 kl. 02:48

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sá ekki nýja innleggið frá Guðmundi Ásgeirssyni þegar ég setti síðasta innlegg hérna inn en ég skildi Pétur Örn þannig að hann væri að tala um að nýtt stjórnmálaafl myndi vinna að sameiningu þeirra krafta sem hafa dreift kröftum sínum í mörgum minni stjórnmálasamtökum. Kosningabandalag/regnhlífarframboð/breiðfylgking eða 99%-hreyfing um brýnustu málefni er miklu skynsamlegra í núverandi stöðu en mörg smáframboð. Þ.e.a.s. ef meiri hlutinn kemur sér saman um að kosningar séu eina færa leiðin til þeirra brýnu aðgerða sem eru framundan svo og til breytinga á fjármála- og stjórnsýslukerfinu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2011 kl. 02:55

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg laukrétt Guðmundur það er nóg framboð af flokkum, það sem vantar frekar er að fólk leggi sitt af mörkum að minnsta kosti kynni sér stefnuskrár þeirra og ræði við forystumenn til að skoða hvort þar sé eitthvað sem hægt er að vinna með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 09:46

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, ég held við séum flest að hugsa í sömu átt. Að það komi fram valkostur sem er sameinaður um eitt meginmarkmið: að reisa hina margumtöluðu skjaldborg.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2011 kl. 15:17

18 identicon

Heil og sæl öll. 

Rakel skildi mig rétt ... því mér finnst það grátlegt hvað venjulegir nóboddíar í öskustó hrunsins, við öll hin óbreyttu ... við Jónarnir og Gunnurnar ... látum deila okkur í dilka eins og sauði til slátrunar, samkvæmt gamalkunnri og steinrunninni flokkadráttahugsun -divide et impera- og það sem enn verra er ... að sjálft helvíti þeirrar hugsunar er að við kljúfum okkur sjálf þannig í herðar niður í hjaðningavígum.  Þannig verða bræður og systur okkar allt í einu andstæðingar okkar, iðulega út af einhverjum tittlingaskít eða meinloku, enda þótt við vitum innst inni að þau eru sammála okkur hvað varðar öll þau siðferðis- og samfélags- og stjórnmálalegu gildi sem megin máli skipta.

Ég endurtek því, að það er ósk mín að réttsýnt fólk til jafnaðar, heilbrigðs frelsis og bræðra-og systralags og samkenndar í samfélagi okkar "venjulega fólksins" láti af flokkadráttum og sameini kraftana í eina breiðfylkingu, nýtt og öflugt stjórnmálaafl.  Við vitum öll að hér varð Hrun, við vitum öll að ekkert hefur breyst eftir Hrun, við vitum öll að almenningur þráir nýtt afl til grundvallarbreytinga sem hér þarf að framkvæma á öllu gjörspilltu hagsmuna-klíku-kerfinu.  Við vitum öll að mjög margir kjósendur 4-flokkanna eru hundfúlir út í þá, enda sami grautur þar í sömu skál og allir hafa þeir nú á afrekaskránni að hafa brugðist hinum almenna kjósanda sínum.  Alls staðar heyrum við fólk tala um, að það þráir ... bara ... að hér verði byggt upp úr rústum Hrunsins samfélag fyrir allan fjöldann - en ekki klíkuhópana.  Samfélag sem byggir á réttlæti, sanngirni, samkennd og jafnrétti.

Gott fólk, bræður og systur í anda, sameinum kraftana en látum ekki tvístra okkur og það sem er aðalatriðið:  Sundrum okkur ekki sjálf!  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:46

19 identicon

Mér finnst við hæfi að láta hér fylgja með ljóð eftir hið dáða tyrkneska alþýðuskáld, Nazim Hikmet, sem orti einnig um að "Þetta helvíti... þessi paradís, er okkar allra"  Látum því ekki smalana og sláturhússtjórana sundra okkur; sameinum kraftana: 

 

Mesta furðuverkið á jörðinni

 

 

Þú ert eins og sporðdreki, bróðir,

lifir í þínu huglausa myrkri

eins og sporðdreki.

Þú ert eins og spörfugl, bróðir,

alltaf á sífelldu flökti.

Þú ert eins og skeldýr, bróðir,

lokaður í skelinni, sjálfum þér sæll.

Þú ert skelfilegur, bróðir,

eins og munnur gígsins, útbrunninn.

 

Ekki einn,

ekki fimm,

því miður, þú ert einn af milljónum.

Þú ert eins og sauður, bróðir,

flykkist í hjörðina,

þegar smalinn hóar ykkur saman

og hleypur fagnandi, jarmandi stoltur,

beinustu leið til slátrunar.

Þú hlýtur að skilja orð mín.

Þú ert mesta furðuverkið á jörðinni,

meira að segja furðulegri en fiskurinn

sem sér ekki hafið fyrir dropunum.

Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.

Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan

sækja okkur heim

og við erum kramdir í spað,

eins og berin í víni okkar,

er það vegna þín, bróðir.

Ég get varla fengið mig til að segja það,

en mestu sökina – kæri bróðir - átt þú.

 

Nazim Hikmet  þýðing: Pétur Örn Björnsson

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 17:58

20 identicon

Eitt að lokum - í bili - sem svar við spurningu Guðmundar til mín:

Ég hef aldrei á ævinni verið flokksbundinn og hef því aldrei verið skráður félagi í einhverjum flokki og bara engum félögum yfirleitt (nema AÍ, sem er stéttarfélag mitt sem arkitekts og HH).  EN ... ef sú breiða samstaða almennings, sem ég og fleiri tölum fyrir yrði að veruleika, þá væri ég til í gerast þar óbreyttur flokksfélagi og þá til allra góðra verka til réttlætis og sanngjarns hrun-uppgjörs og það get ég alveg tekið stoltur fram að ég hef barist undir eigin nafni og einnig sem Jón Jón Jónsson af alefli gegn Icesave og skrifað svo undir beiðnir þeirra samtaka um þjóðaratkvæðagreiðslur og kaus svo í tvígang NEI við valdnauðguninni.  Og vitaskuld eiga HH allan minn stuðning og þar hef ég fyrir langa löngu skrifað undir sanngjarnar kröfur þeirra, sem og undir skynsemi.is, enda er ég talsmaður opins og virks lýðræðis, en alls ekki blinds flokksræðis og kerfisræðis.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 18:53

21 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gaman að kynnast þér Jón Jón Jónsson! Finnst fyrri efnisgreinin í innlegginu þínu á undan ljóðatilvitnuinni  virkilega sönn ...því miður

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband