Rautt neyðarkall við Hörpu í hádeginu í dag

Ég hef sagt frá ráðstefnu íslensku ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpunni í dag bæði hér og hér. Ég hef líka sagt frá bréfi sem nokkrir úr grasrótinni skrifuðu erlendu sérfræðingunum sem taka til máls á ráðstefnunni hér. Auk þess sem ég hef vakið athygli á andmælastöðu sem verður fyrir framan Hörpuna í dag. Hún byrjar um leið og ráðstefnan, eða klukkan 8:00, og það má búast við að stöðunni ljúki um svipað leyti og hún er úti, eða upp úr klukkan 17:00.

Hápunktur andmælastöðunnar verður í hádeginu en þá verður tendrað á yfir 50 neyðarblysum. Við gerum ráð fyrir að þeir sem eru í vinnu en vilji nota hádegishléið til að sína þessu stuðning fái svona korter til tuttugu mínútur til að koma sér á staðinn en markmiðið er að allir tendri sín ljós á sama tíma. Þetta er endurtekning á atburði sem sást fyrst fyrir framan alþingishúsið í desember 2009 eða við atkvæðagreiðslu þingsins á Icesave II.
1. í rauðu neyðarkalli
Nokkrum dögum síðar var atburðurinn endurtekinn en þá við afhendingu Indefence-hópsins á undirskriftarlistunum til forsetans þar sem farið var fram á það að hann vísaði ríkisskuldbindingum vegna Icesave II til þjóðaratkvæðagreiðslu.

2. í rauðu neyðarkalliRautt neyðarkall við Bessastaði varð til þess að koma Icesave á kortið hvarvetna í heiminum. Tilefnin nú eru ærin. Megintilgangurinn má þó segja a sé sá að vekja athygli alþjóðasamfélagsins að íslenskur almenningur er í sömu stöðu og vakandi almenningur út um heim. Við viljum vekja athygli á að „efnahagsbatinn“ hér á landi er ekki til fyrirmyndar og aðferðirnar við að ná þeirri útkomu út úr hagtölum Íslands í versa falli tilraun til svindls (Sjá t.d. þessa grein Gunnars Tómassonar, Michaels Hudsons og Ólafs Arnarssonar).

Almenningur þekkir það á eigin skinni að hér hefur orðið gríðarlega kjaraskerðing, fólk hefur misst atvinnuna, orðið gjaldþrota, missta heimili sínog jafnvel misst misst ástvini. Niðurskurðurinn á velferðarkerfinu hefur verið yfirgripsmikill enda tilfinnanlegur. Dapurlegast er að horfa upp á misskiptinguna sem eykst með degi hverjum. En þetta eru allt staðreyndir sem blasa við hvar sem AGS hefur komið að efnahagsaðstoð.

Að lokum má geta þess að það má gera ráð fyrir því að Ómar verði ekki skammt „ofan“ eins og á Bessastöðum og smelli mynd af öllu saman. 


mbl.is Góður stuðningur við Steingrím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær frábært, vona að það séu margir að láta sjá sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband