Hverjum Harpan glymur...

Það hefur vart farið fram hjá neinum að framundan er ráðstefna sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslenska ríkisstjórnin efna til. Ráðstefnudagurinn er á morgun og fer fram í Hörpunni. Tilefnið er sá efnahagsbati sem báðir halda fram að hafi náðst hér í gegnum fyrirmyndarsamstarf gestgjafanna á ráðstefnunni.

„Efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur skilað miklum árangri við að koma á stöðugleika í íslenskum þjóðarbúskap og stuðla að efnahagsbata,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri og bætti við: „Hér kunna að vera athyglisverðir lærdómar fyrir alþjóðasamfélagið.“

„Við hlökkum til að ræða opinskátt um hið „algera fárviðri“ sem skall á Íslandi árið 2008, um núverandi stöðu og þá lærdóma sem draga má af reynslu Íslendinga. Það gleður mig að geta sagt að gagnvirk samvinna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stuðlaði að því að Ísland hélt velli sem norrænt velferðarríki,“ segir Árni Páll Árnason, efnhags- [sic!] og viðskiptaráðherra. (sjá hér (feitletranir eru mínar))

Þetta svo og yfirskrift ráðstefnunnar sem er: Iceland's Recovery: Lessons and Challenges gefur til kynna hvert markmið ráðstefnuhaldara er. Grein sem var birt á vefsvæði AGS í fyrradag undirstrikar það enn frekar en greinin ber heitið: Iceland's Recovery: Can the Lessons be Applied Elsewhere? Inngangurinn svo og greinin sjálf ættu að taka af allan vafa: 

As the first country to experience the full force of the global economic crisis, Iceland is now held up as an example by some of how to overcome deep economic dislocation without undoing the social fabric. [...]

Key to Iceland’s recovery was an IMF-supported program worth $2.1 billion that was agreed in November 2008, shortly after the country’s three main banks collapsed in spectacular fashion. The program included controversial measures such as capital controls and a decision not to tighten fiscal policy during the first year. It also sought to ensure that the restructuring of the banks would not require Icelandic taxpayers to shoulder excessive private sector losses.  (sjá hér)

Manngildið hefur orðið auðgildinu að bráð
Það ætti að vera orðið ljóst að aðgerðaráætlun AGS á Íslandi er ætluð til útflutnings. Við þessi 300.000 sem byggjum þetta land berum þá ábyrgð gagnvart umheiminum að láta vita að undir sellófaninu leynist „maðkað mjöl“. 22 Íslendingar hafa tekið af skarið og skrifað erlendu sérfræðingunum á ráðstefnunni bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum yfir því að upplýsingarnar sem þeim hefði verið skammtaðar dragi upp þá mynd að staða Íslands sé önnur en raunin er.

Í bréfinu draga þeir fram stöðu ríkis og sveitarfélaga, kostnaðartölur vegna endurreisnar fjármálakerfisins og alvarlega stöðu almennings í kjölfarið. Í niðurlagi þess leggja þeir áherslu á að í raun skeri Ísland sig á engan hátt frá öðrum  nálægum löndum sem hafa staðið frammi fyrir hruni fjármálakerfisins á undanförnum misserum:

Því er svo komið að óréttlætið ógnar félagslegum stöðugleika í landinu þar sem kjörnir fulltrúar fara eftir kröfum fjármálaaflanna á kostnað hagsmuna almennings.

Íslenska bankakerfið hefur sett skuldir sínar yfir á almenning eins og gert hefur verið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og víðar. Ísland sker sig því ekkert úr hvað það varðar að lýðræðið hefur orðið fórnarlamb bankaveldisins. (sjá hér (feitletranir eru mínar))

Með bréfinu vildu bréfritarar vekja athygli á málstað íslensks almennings. Í þeim tilgangi sendu þeir bréfið, ásamt fréttatilkynningu, á erlenda og innlenda fjölmiðla. Að minnsta kosti einn erlendur vefmiðill hefur birt bréfið ásamt fréttatilkynningu á síðu sinni. (sjá hér) Það sem kemur hins vegar gleðilega á óvart er að tveir innlendir miðlar, sem hafa ekki gert mikið að því að vekja athygli á því sem fram fer í grasrótinni, fjölluðu um bréfið.

Gunnar Gunnarsson í Speglinum á RUV var með heiðarlega og vel framsetta samantekt þar sem hann blandaði saman umfjöllun um bréfið; innihald þess og tilgang, og viðtali við einn forsprakkann í bréfritarahópnum. (hér má hlusta á umfjöllun hans) Smugan gerði svo nokkra grein fyrir bréfinu sjálfu og sagði frá andmælastöðu sem hefur verið boðað til fyrir framan Hörpuna á morgun; ráðstefnudaginn (sjá hér)

Að þið skulið ekki skammast ykkar!

Margir bréfritanna hafa birt bréfið á bloggum sínum og í glósum á Facebook og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Bréfið hefur því komið fyrir sjónir margra og vonandi blæs það fólki því í brjóst að mæta. Skipuleggjendur andmælastöðunnar niður við Hörpu hafa kvatt fólk til að mæta með andmælaskilti á erlendum tungumálum og hafa safnað nokkrum slagorðum sjálfir sem stendur til að setja á spjöld nú í dag í nýopnaðri Grasrótarmiðstöð sem er í Brautarholti 4. Ef þú vilt taka þátt ert þú velkomin/-inn.

Burt með hræfuglinnSkipuleggjendurnir eru að sækjast eftir slagorðum á sem flestum tungumálum og eru þegar komnir með slík á: ensku, spænsku, þýsku, finnsku, ítölsku, slóvensku og serbó-króatísku. Það vantar enn tilfinnanlega einhver á frönsku og á einhverju Norðurlandamálanna. Það væri líka gaman að fá einhver á grísku. Hnitmiðuð myndræn framsetning á því sem 99%-in um allan heim eru að vakna til vitundar um ætti líka að tryggja það að skilaboðin nái sér til allra.

Það má gera ráð fyrir að erlenda pressan muni fjölmenna á ráðstefnunna í því markmiði að reka áróður fyrir því að „afturbatamódel“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið fínstillt hér á landi með þeim afleiðingum að fólk sé síður að missa atvinnuna, heimili sín og farartæki, fyrirtæki hafi síður farið á hausinn og niðurskruður í velferðarkerfinu hafi verðið minni háttar. Við sem vitum betur vonum auðvitað að þessir muni dragast að sæg af andmælaskiltum með skilaboðum út til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar eru í sömu sporum og þau. Íslendingar eru partur af 99%-unum og tilheyra sívaxandi hópi samfélagslegra einstaklinga.

SamstaðaFari svo að erlenda pressan hundsi andmælendur þá verður grasrótin líka með ljósmyndara og upptökumenn á sínum snærum sem munu taka myndir af andmælaskiltunum og taka viðtöl við þá sem bjóða sig fram í það. Sumir, sem skipuleggjendurnir hafa leitað til varðandi það, hafa færst undan með afsökunum um það að þeir búi yfir afar takmörkuðum orðaforða um hagfræðihugtök á öðrum tungumálum. Það er ekki málið.

Það má reikna með að almenningur víðs vegar um heiminn falli miklu frekar fyrir skilaboðum og sögum fólks sem forgangsraðar eins aðrir í sömu sporum. Þegar hann talar frá hjartanu stendur honum flest annað nær hjartanu en hugtök hagfræðinnar eða exel-skjöl full af tölum.

Þeir sem eiga upptökuvélar og eru tilbúnir að leggja því lið að taka upp viðtöl eru einnig hvattir til að gefa sig fram við Grasrótarmiðstöðina í Brautarholtinu í dag. Þ.e. frá kl 13:00 fram til svona 21:00 í kvöld. Tveir tæknimenn eru þegar búnir að gefa sig fram en þeir eru tilbúnir til að klippa viðtölin saman í hæfilega löng myndskeið fyrir You Tube og setja þau þangað en.

Eftir það þá geta allir tekið þátt í því að dreifa þeim út í heim því umheimurinn þarf að vita hvað er raunverulega að eiga sér stað hér. Því er nefnilega skipulega haldið að fólki að hér sé allt í lukkunnar velstandi. Bankastjórar gömlu bankanna sitji í fangelsi og að við búum við raunverulegt lýðræði og velferðarstjórn!

AGS gleypir í sig heiminnVið berum ábyrgð gagnvart okkur sjálfum, meðbræðrum okkar og framtíð. Við þurfum að standa saman og hjálpast að við að frelsa lýðræðið úr höndum peningavaldsins. Tækifærið er svo sannarlega niður við Hörpu á morgun því margar hendur vinna létt verk.

Stöndum saman og hjálpumst að við hrinda áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að leggja heiminn undir sig með því að gefa upp falsmynd af ástandinu hér á landi. Vinnum að því að opinbera falsmyndina sem þeir eru búnir að draga upp af okkur og komum sannleikanum út til þeirra sem annars verða fórnarlömb lyginnar sem við höfum kynnst svo vel.

Að lokum vil ég taka það fram að til stendur að vera með andmælastöðu niður við Hörpuna frá því að ráðstefnan hefst um morguninn og þar til henni lýkur seinni partinn. Það er frá klukkan 8:00 til 17:15. Skipuleggjendur eru að undirbúa stærri viðburð í hádeginu sem verður sagt nánar frá hér og víðar um leið og það liggur fyrir hvort af honum gerður orðið eða ekki. Auk þess vilja þeir sjá sem flesta þarna niður frá undir lok ráðstefnunnar. Þeir sem eru tilbúnir til að koma í viðtal við grasrótina eru beðnir um að koma því á framfæri í gegnum viðburðinn á Facebook eða með einkaskilaboðum á skipuleggjendurna sem ætti að vera auðvelt að finna þar.

Sjá andmælaviðburðinn hér
Sjá dagskrárkynningu ráðstefnunnar hér


mbl.is Stofna nýtt flugfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vildi að ég gæti verið viðstödd.  En ég ætla svo sannarleg að birta myndir á blogginu mínu, það eru margir erlendis frá sem lesa bloggið mitt, bæði frá Austri til Vesturs alla leið til El Salvador. 

Þetta skilar sér örugglega skulum við vona Rakel mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband