Þeim er bara engan veginn treystandi!

Eins og ég benti á hér þá eru það sömu spillingaröflin og leiddu bankahrunið yfir þjóðina, haustið 2008, sem reyna að afvegaleiða okkur nú. Hér var nefnilega bara gerð rannsókn á því hvernig fjármagn og stjórnmálalíf hafði unnið saman að fléttunni fyrir hrun. Niðurstöðurnar komu út í níu binda skýrslu sem varð tilefni þó nokkurra hanasýninga í steinhúsinu niður við Austurvöll. Enginn hefur hins vegar verið látinn bera ábyrgð nema þá helst almenningur sem líður fyrir vanhæfa stjórnmálastétt sem kann ekkert nema að sýnast.

Meiri hluta þeirrar elítu, sem hefur hertekið alþingishúsið niður við Austurvöll, þykir líka sjálfsagt að almenningur borgi skuldir þeirra sem lögðu grunninn að þessari elítu með fjárglæfrastarfsemi á heimsvísu. Við höfum fengið að sjá framan í þó nokkra sem tilheyra þessum hópi í þó nokkrum auglýsingum þeirra sem í blindni sinni kalla sig Áfram-hópinn. Hér er m.a. átt við svokallaða ráðherraauglýsingu hópsins:

Ráðherraauglýsingin

Sama dag og þessi auglýsing birtist sem heilsíða í stærstu prentmiðlum landsins, eða 2. apríl, gerði Jakobína Ingunn Ólafsdóttir mjög góða grein fyrir því hvernig þessi hópur tengist „spillingu og sjálftöku“. Ég vona að fólk sé ekki svo gleymið að það sé búið að gleyma því hvernig mörg þessara lögðu grunninn að því hruni sem samfélagið rataði í haustið 2008.

Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í því hvernig þessi unnu gegn grunnstoðum samfélagsins en möluðu undir eigna- og valdastéttina með verkum sínum má benda á þessa sem eru af sama sauðahúsi „spillingar og sjálftöku“. Því miður eru það þessir sem hafa lagt undir sig alla helstu fjölmiðla landsins undir áróður sinn sem er reyndar í aðalatriðum endurtekið efni frá því fyrir ári síðan...

Hver treystir þessu fólki?

Að lokum er hér upprifjun á því hvað þingmennirnir sem styðja Icesave III, meðal annars með þeim rökum hvað þessi samningur á að vera „mikið betri en Icesave II, sögðu í umræðum og við atkvæðagreiðslu á Icesave-samningnum sem þjóðin hafði vit á að forða sér undan í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir u.þ.b. ári síðan.

Þetta eru stjórnarþingmennirnir: Þráinn Bertelsson, Björn Valur Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Bachman, Árni Páll Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. 

Það ætti að liggja í augum uppi að ekkert þessara er þess umkomið að ráða þjóð sinni heilt!


mbl.is Minnka þarf óvissu í efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott eins og venjulega Rakel og algjörlega sammála þér.  Lilja Rafns kemur mér þó á óvart, hún ætti að vita betur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 10:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rafney meina ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband