Af hverju NEI við Icesave? (myndband)

nei-m.pngHópurinn sem stóð á bak við áskorunina til forsetans um að vísa Icesave III til þjóðaratkvæðagreiðslu ef þau yrðu samþykkt sem lög frá Alþingi er enn að. Nú eru hóparnir tveir. Þeir kalla sig Advice og Samstaða þjóðar gegn Icesave og halda báðir uppi ástæðum þess að segja nei við nýju Icesave-lögunum. Samkvæmt því sem kom fram í sjónvarpsfréttum á RUV í gærkvöldi hafa þessir hópar verið áberandi (sjá hér)

Hóparnir eiga það sameiginlegt að vera á móti núverandi samningum. Myndbandið sem ég birti hér á þessu bloggi í síðustu viku hefur ekki átt hvað sístan þátt í því. Þegar þessi orð eru skrifuð eru þeir að smella í 4.000 sem hafa séð það en orðspor þess hefur spurst út víða. Þess má geta að útkoma þess varð m.a. til þess að einn skapara Icesave sá ástæðu til að atyrða Þór Saari í heilli bloggfærslu fyrir það sem kom fram í svari hans við spurningunni: Hvers vegna ætlar þú að segja nei við nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu? Þetta hefur hann eftir Þór:

„Þetta er ekki byrði sem almenningur á að bera, ég tala nú ekki um í svona tilfelli, þar sem Landsbankinn var sennilega rekinn sem einhvers konar glæpafyrirtæki og Björgólfsfeðgar eiga einfaldlega að borga þetta.“

Í framhaldinu segir gerandinn:

Háttvirtur þingmaðurinn telur sig greinilega ekki þurfa að færa rök fyrir máli sínu, þegar hann sakar menn um glæpi. Í þessu tilviki er ljóst, að þingmaðurinn telur mig og föður minn hafa notið ávaxtanna af „einhvers konar glæpafyrirtæki“ og í þeim orðum hans að við eigum „einfaldlega að borga þetta“ felst auðvitað að við berum ábyrgð á þessum meintu glæpum.

Ærumeiðandi fullyrðingar af þessu tagi eru engum sæmandi og það kemur sérstaklega á óvart að þær séu ættaðar frá manni, sem situr á Alþingi Íslendinga. Þór Saari kærir sig hins vegar kollóttan og dreifir óstaðfestum gróusögum og rakalausum fullyrðingum að vild [...] (sjá hér (leturbreytingar eru mínar))

Nú hefur þetta tiltekna viðtal verið klippt út úr viðtalasyrpunni og birt sér. Það má sjá það hér. Ég vek athygli á því að notandinn kjosumis hefur nú þegar sett inn 6 myndbönd þannig að þeir eru fleiri sem hafa verið klipptir út og settir sér. Ég hvet ykkur endilega til að fara þarna inn og hlusta og skoða og taka svo þátt í að deilda og dreifa lengri myndskeiðunum og þeim styttri hvarvetna þar sem þess er kostur.

Megintilgangurinn er að kynna NEI-hliðina sem hefur átt afar erfitt uppdráttar í hefðbundnum prent- og ljósvakamiðlum. Hér fyrir neðan er svo 2. hlutinn tilbúinn til netmiðlunar:


mbl.is Kannar afstöðu lesenda til Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Rakel og gott hjá ykkur. Takk. .

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.3.2011 kl. 07:33

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Flokk framtak - já við segjum NEI við Icesave

Óðinn Þórisson, 25.3.2011 kl. 08:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

150kg bekkpressu-gúmmítöffarinn má væla eins og honum sýnist. Ég hef nú bara fengið þessar "gróusögur og rakalausu fullyrðingar" staðfestar beint frá einum af nánustu samstarfsmönnum þeirra innan bankans fyrir hrun.

Björgólfur hélt því sjálfur fram að ekkert myndi falla á íslenskan almenning vegna IceSave. Nu liggur hinsvegar fyrir að ætlast er til að við greiðum lágmark 26 milljarða og tökum mikla áhættu varðandi enn hærri upphæðir.

Hver er með rakalausar fullyrðingar? Vældu nú Bjöggi! Eins og grísinn sem þú ert!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2011 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband