Tunnurnar valda titringi!

TunnanHugmyndin af því að nota tunnur í mótmælunum kom upp 1. október. Þann dag safnaðist fólk saman á Austurvelli í tilefni þingsetningarinnar. Fólk var reitt og því var misboðið vegna þess að meiri hluti þingmanna hafði nokkrum dögum áður staðfest það í atkvæðagreiðslu um landsdóm að æðstu embættismenn landsins skyldu ekki sæta ábyrgð þó gjörðir þeirra jöfnuðust á við landráð að ásettu ráði.

Skipuleggjendur fyrstu tunnumótmælanna voru fimm konur og álíka margir karlmenn. Þessi hópur safnaði saman tunnum og kom þeim niður á Austurvöll skömmu áður en Jóhanna Sigurðardóttir hóf upp raust sína í boðaðri stefnuræðu. Hávaðinn frá tunnunum sköpuðu henni viðeigandi umgjörð en mannfjöldinn sem mætti þetta kvöld skapaði enn meiri þrýsting á forsætisráðherrann og ríkisstjórnina sem hann leiðir.

Í kjölfarið var skipuð samráðsnefnd nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar ásamt forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Hún hefur átt allnokkra fundi með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna, verkalýðsfélaga og banka. Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvernig farsælast væri að bregðast við skuldavanda heimilanna. 

Nú herma fregnir að niðurstaðan muni tæplega verða til þess að sátt myndist um hana. Heimildir eru fyrir því að ríkisstjórnin hafi engu breytt frá stefnu fyrri ríkisstjórna varðandi það að hafa hagsmuni fjármagnseigenda ávallt í fyrirrúmi án þess að hirða um það þótt slíkt komi alvarlega niður á hagsmunum meirihluta þjóðarinnar.

Einn heimildarmaður minn tjáði mér að það stefndi allt í það að útkoma þessarar samvinnu yrðu það að ríkisstjórnin muni „reikna sig frá réttlætinu“. Hún muni birta 40 síðna útreikniskýrslu og á endanum fallast á að leiðrétta aðeins hjá þeim sem eru komnir fram yfir bjargbrúnina. En getum við sætt okkur við það þegar enn fleiri eru á leiðinni fram af???
Lífsstíll þeirra sem lifa á öðrumÞað er ljóst að fjármagnseigendur vilja alls ekki sætta sig við að almenningi verði komið til bjargar því það myndi ógna þeirra stríðöldu sérhagsmunum. Það er líka ljóst að þessi ríkisstjórn eins og þær sem stjórnuðu á undan gegna hagsmunagæslu hennar fyrst og fremst enda margt sem bendir til að þeir hinir sömu hafi kostað leið þeirra inn á þing að mestu leyti.

Ég vil líka benda á það að ég hef traustar heimildir fyrir því að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráði miklu um niðurstöðuna. Fulltrúar hans hér á landi viðurkenndu að það stríðir gegn samningnum sem þeir gerðu við ríkið ef ríkisstjórnin gengur lengra í því að koma heimilunum til bjargar. Samkvæmt samningum við sjóðinn hefur ríkisstjórnin ekki heimild til annars eða meira en að tjasla eitthvað upp í stöðu þeirra sem eru komnir í gjaldþrot nú þegar. Þeir sem hafa kynnt sér sögu sjóðsins kannast eflaust við að þetta rímar mjög vel við aðferðir hans. 

En til hvaða viðbragða getur þjóðin gripið? Aðstandendur tunnumótmælanna hafa boðað til enn einna mótmælanna n.k. þriðjudagskvöld eða þ. 9. nóv. kl. 18:00. Á þeim tíma er fyrrgreind samráðsnefnd boðuð til fundar í Stjórnarráðinu en kl. 20:00 mun hún halda til fundar með ofangreindum hagsmunaaðilum í Þjóðmenningarhúsinu.

Ég hvet alla til að styrkja samningsstöðu almennings og beita þrýstingi með því að mæta!    


mbl.is Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr allir að mæta!

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 02:03

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað heitir maðurinn til vinstri á myndinni?  Mér fannst hann svo frábær á tunnunni þann 4. Október.....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:08

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hann er alltaf kallaður Siggi pönk.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:17

4 identicon

Heilar og sælar; Rakel og Jóna Kolbrún - sem aðrir gestir Rakelar, hér á síðu !

Um leið; og ég vil þakka þér Rakel, fyrir vandaða samantekt, sem ætíð, get ég upplýst ykkur Jónu um, að Sigurður Harðarson (pönk), er gamall sveitungi minn, úr Stokkseyrarhreppi, nánar tiltekið, frá Holti, í þeirri fögru sveit, sem umlykur þorpið, þar niður frá.

Sigurður er harðduglegur; í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur, og vil ég koma því að, jafnframt, að Björn bróðir hans, og Elín kona hans, standa fyrir einhverju myndarlegasta kúabúi, í neðri byggðum Árnessýslu.

Með byltingar kveðjum góðum, sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:51

5 identicon

Frábært framtak hjá ykkur.

Nú er tími fjármagnseigenda með kyrkingartakið á þessari svika Ríkisstjórn liðinn.

Ef þessi stjórn ætlar ekki að vinna fyrir þjóðina helur eingöngu glæpalíðinn sem rændi okkur. Þá verður henni grýtt út eins og Össuri, Jóhönnu og hinu pakkinu var grýtt út með Haarde hrunastjórninni.

En þessi hrunastjórn 2, skal ekki búast við því að sú lending verði jafn mjúk og í fyrra skiftið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 Takk fyrir samantektina- hún er góð -- þetta tal um fjármagnseigendur er orðið þreytandi - ég veit ekki betur en stór hluti þess fjár sem notað er til útlána komi erlendis frá - þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.

Því miður breyttu Sf og VG þeirri stefnu sem upp var lagt með þegar AGS var fenginn til þess að koma til aðstoðar -

Af því súpum við hið beiska seyði.

Og þegar AGS getur sagt stjórnni fyrir verkum með ráðstöfun Ofanflóðasjóðs er lágkúran orðin algjör.

Viljayfirlýsingin hefði aldrei átt að vera með þeim hætti sem raun ber vitni um ( sjá t.d. 18. greinina ).

Það þarf að hvetja fólk til þátttöku í mótmælunum - HVAR ER ALLT FÓLKIÐ SEM ER Á ATVINNULEYSISBÓTUM - HVAR ER FÓLKIÐ SEM STENDUR Í BIÐRÖÐUM EFTIR MAT - HEFUR ÞAÐ EKKI TÍMA TIL EÐA ÁHUGA Á AÐ MÓTMÆLA HELSTEFNUNNI?

HVAR ER STUÐNINGUR VIÐ HEILBRIGÐISSTÉTTIRNAR? Fólk bloggar ekki einu sinni um aðbúnað þess - niðurskurðurinn í því kerfi bitnar á öllum en harðast á þeim - hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar fá á sig ómanneskjulegt álag vegna fækkunar starfsfólks. Dettur einhverjum í hug að þær ( yfirgnæfandi meirihluti er konur ) standi undir þessu álagi til lengdar?  Fjarri því þetta er fólk en ekki vélar. Þegar starfsfólk í heilbrigðiskerfinu kom til að mótmæla um daginn held ég að ég hafi verið sá eini ( kanski 1-2 í viðbót ) sem mætti með þeim.

MÓTMÆLIN MÁ EKKI EYRNAMERKJA FLOKKUM - DAUÐUM EÐA LIFANDI - ÞETTA EIGA AÐ VERA MÓTMÆLI FÓLKSINS BURTSÉÐ FRÁ FLOKKUM.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 12:21

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mótmælin sem ég talaði um í lokin voru mótmæli starfsfólks á Suðurnesjum - og ég var (kanski +1-2 ) einn um það af íbúum Reykjavíkur að mæta með þeim.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 12:25

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir lokin í fyrra innlegginu þínu af heilum hug: MÓTMÆLIN MÁ EKKI EYRNAMERKJA FLOKKUM - DAUÐUM EÐA LIFANDI - ÞETTA EIGA AÐ VERA MÓTMÆLI FÓLKSINS BURTSÉÐ FRÁ FLOKKUM.

Ég efast um að pólitískar skoðanir okkar fari saman en spurningin um að lifa af er ekki pólitískt álitamál heldur grundvallarskilyrði sem varðar allasameiginlega. Þess vegna þarf almenningur að vakna til meðvitundar um það að kjör hans eru ekki aðeins á hraðri niðurleið þessar vikurnar og mánuðina heldur á hann eftir að halda áfram að versna ef þjóðin rís ekki upp og spyrnir við fótum.

Fjöldamótmæli hafa sýnt sig í að vera besti vettvangurinn til þess.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2010 kl. 13:46

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæl Rakel og öll þið hin !

    En seg mér Rakel ert þú ekki upp með þér af því að Ólafur Ingi virðist vera orðinn fastur penni , já og þetta líka litla vinalegur í þinn garð , hjá þér ?

   Ég dauðöfunda þig , en verði þér að góðu .

Hörður B Hjartarson, 7.11.2010 kl. 15:49

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef ég á að vera fullkomlega einlæg þá er ég svolítið undrandi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband