Almenningur var aldrei settur inn í breytingarnar

Þessar línur eru aðallega byggðar á bls. 58-67 í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar.

Það má gera ráð fyrir að eftirfarandi lýsing sé sú mynd sem flestir gera sér um eðlilega bankastarfsemi:

Hefðbundin bankastarfsemi felst í því að taka við innlánum frá sparifjáreigendum, sem vilja geyma fjármuni sína í lengri eða skemmri tíma, og lána áfram til arðbærra verkefna. Bankinn er fjárvörsluaðili þeirra sem trúa honum fyrir sparifé sínu og þarf að vera gætinn í lánum til annarra þannig að hann verði ekki fyrir of miklum útlánatöpum. Lögð hefur verið áhersla á þá ímynd að að bankinn beri umfram allt hag viðskiptavinar- ins fyrir brjósti og í því skyni hafa í áranna rás þróast íhaldssamar reglur í þessum samskiptum. (bls. 59)

Fyrir einkavæðinguna nutu íslenskar fjármálastofnanir trausts sem grundvallaðist á Búa til peningaþessari mynd. Á þeim sjö árum sem eru liðin frá því að hún átti sér stað hefur þetta heldur betur snúist við. Við einkavæðinguna hófust hinir nýju eigendur þeirra handa við að breyta bönkunum, sem þeir komust yfir, úr hefðbundnum innlánsstofnunum í fjárfestingar- banka sem hafa það hlutverk að þjónusta viðskiptalíf og stóra fjárfesta. Tekjur fjárfestingabanka byggjast ekki á muninum á innláns- og útlánsvöxtum heldur þóknunum fyrir þjónustuna við viðskiptalífið og stóra fjárfesta.

Almenningur fylgdi ofangreindum breytingum ekki eftir [heldur] treysti bankanum sínum eins og hann hafði alltaf gert . Fæstir gerðu sér grein fyrir að með nýjum tímum voru komnir gjörbreyttir siðir. (bls. 59)

Viðskiptavinirnir gerðu sér þess vegna ekki grein fyrir að ekki var lengur litið á þá sem skjólstæðinga bankanna heldur sem vöru sem gat gefið arð. Samkeppni, bæði á milli bankanna og innan þeirra, jókst gríðarlega. Bankarnir kepptust við að bjóða í viðskiptavini samkeppnis-aðilanna með alls kyns gylliboðum og innan bankanna var komið upp söluhvetjandi bónuskerfi. 

Bankanum er sama um þig!Þetta hafði þær afleiðingar að þjónustufulltrúarnir sem viðskiptavinirnir álitu að hefðu þeirra hagsmuni í huga voru oft og tíðum að veita ráðgjöf varðandi þjónustu bankans sem skilaði þeim sjálfum aukagreiðslu í vasann. Þ.e.a.s. ef kúnninn beit á agnið.

Þetta skýrir m.a. þá gífurlegu áherslu bankanna á alls konar þjónustuformum eins og t.d. það sem náms- mönnum er boðið upp á. „Í þessu ljósi kemur það almenningi tæplega á óvart nú hve mikil ásókn var í að selja honum nýjar vörur eða þjónustu í bankanum.“ (bls. 60)

Almennt litu viðskiptavinir bankanna á þjónustufulltrúann, sem þeir voru í mestum samskiptum við, sem velgjörðarmann sinn sem þeir gátu treyst. Þjónustufulltrúar hafa líka aðgang að trúnaðarupplýsingum sem varða fjármál viðskiptavinanna þannig að það er e.t.v. ekki nema eðlilegt að almenningur vilji trúa því að þeim sé treystandi.

Ekki lengur þjónustufulltrúiEftir einkavæðinguna fengu þjónustu- fulltrúarnir hins vegar nýtt hlutverk sem væri nær að skilgreina sem sölumann þar sem þeim bar frekar að þjóna skamm- tímahagsmunum bankans fremur en hagsmunum viðskiptavinarins.

Þessi nýja skilgreining hafði þær óhjá- kvæmilegu afleiðingar að þjónustufulltrú- arnir gátu ekki lengur verið í hlutverki velgjörðamannsins sem setur hagsmuni viðskiptavinarins í öndvegi. 

Þessar breyttu áherslur í starfi bankanna voru aldrei kynntar út á við. Þær komu heldur hvergi fram í samskiptum þeirra við almenna viðskiptavini. Hefðu viðskiptavinirnir t.d. verið upplýstir um það að þjónustufulltrúarnir fengu greitt fyrir hverja þá „vöru“ sem þeir seldu þeim þá hefðu þeir eflaust litið öðruvísi á hlutverk þessara starfsmanna bankans. 

Það er hins vegar ljóst að Fjármálaeftirlitið vissi af þessum nýju áherslum þó að starfsmenn þeirra hafi ekki aðhafst neitt varðandi þetta atriði fremur en önnur sem tengjast vafasömum starfsháttum bankanna á þessum árum. Því miður eru dæmin fjölmörg um það að bankarnir reyndu að blekkja einstaklinga til viðskipta þó enginn þeirra verði rakin hér.

Fronturinn verður að vera í lagiÞað er að sjálfsögðu á ábyrgð einstaklingsins að taka ekki of mikla áhættu í lántöku en maður skyldi ætla að áhætta einstaklingsins á því sviði væri líka áhætta bankans. Það er líka eðlilegt að gera ráð fyrir að þeir sérfræðingar sem vinna hjá bönkunum búi yfir einhverjum starfsheiðri þannig að eðlilega gerði almenningur sér ekki grein fyrir því að oft og tíðum stríddu ráðleggingar bankanna gegn almennu siðferði og góðum starfsháttum.

Dæmi um þetta eru t.d. svonefnd „barnalán“ Glitnis (sbr. bls. 65) og framsetning bankanna á kynningum varðandi ýmsar áhættufjárfestingar eins og í hluta- bréfakaupum og kaupum á svokölluðum peninga-bréfum sem starfsmönnum allra bankanna var ráðlagt að kynna sem áhættulausa fjárfestingu. (sbr. bls. 63)

Þessi kúvending á starfsemi bankanna má rekja til þess að ábyrgð og raunsætt áhættumat vék fyrir voninni um áhættulausan hagnað. Hugmynd sem af öllum sólarmerkjum að dæma er runnin undan rifjum þeirra sem ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgeirsson lögðu svo ríka áherslu á að eignuðust bankanna að þeir fóru á svig við lögin til að koma þeim ásetningi í kring.

Sjónarmið skammtímahagnaðar réðu ferðinni en ekki ábyrgð gagnvart samfélaginu. Allar leiðir til hagnaðar voru nýttar til fulls og eftirlitið stóð að mestu leyti aðgerðarlaust hjá. (bls. 67)

Það er ástæða til að vekja athygli á því að höfundar 8. bindisins taka það sérstaklega fram í lok kaflans sem þessi skrif byggja á að: „Ástæða er til mun ítarlegri rannsóknar á afstöðu Fjármálaeftirlitsins til ýmissa vafaatriða í íslensku viðskiptalífi.“ (bls. 67 (leturbreytingar eru höfundar).

Almenningur ber uppi sérhagsmunaelítunaÞað má hverjum vera orðið ljóst að innan bankanna var/er áhugaleysið á vönduð- um starfsháttum nær takmarkalaust. Sömu sögu er að segja um virðingar-leysið fyrir lögum og reglu. Stærstu eigendurnir og æðstu stjórnendur notfærðu sér stöðu sína óspart til að hygla sjálfum sér á kostnað almennra viðskiptavina bankanna.

Það er því óhætt að segja að bæði í því og því sem síðar hefur komið fram í orðum þeirra og gjörðum endurspeglist ekki síst takmarkalaust virðingarleysi gagnvart almennum borgurum svo og samfélags- legum hagsmunum.

Nægir þar að nefna viðtöl við marga þeirra svo og aðrar yfirlýsingar þeirra sjálfra á opinberum vettvangi en hér verður vikið að einu slíku dæmi úr Rannsóknarskýrslunni:

Þegar Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, baðst afsökunar í Kastljósviðtali í ágúst 2009 um tíu mánuðum eftir að bankinn hans féll, tiltók hann sérstaklega hluthafa bankans, kröfuhafa og starfsmenn. Aðspurður taldi hann sér ekki skylt að biðja þjóðina afsökunar.

Annan hóp vantaði þó tilfinnanlega í upptalningu hans: það voru sparifjáreigendur - fólk sem hafði trúað bankanum fyrir sparifé sínu og tapað hluta þess í peningamarkaðssjóðum eða öðrum sparnaðarformum, svo ekki sé talað um þá almennu viðskiptavini sem hafði verið ráðlagt að taka erlend lán eða kaupa hlutafé í bankanum þegar best lét. (8. bd. bls. 59 (leturbreytingar eru höfundar)

Það er ekkert vafamál að ef ekki hefði komið til stefnubreyting ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar bankarnir voru einkavæddir þá hefðu þeir sem eignuðust bankana í kjölfarið aldrei komið til greina sem eigendur þeirra. Þess vegna ætti það að liggja í augum uppi að þeir sem ullu eiga ekkert síður að bera ábyrgð en eigendurnir og svo þeir sem stýrðu bönkunum af slíku taumleysi sem raun ber vitni.


mbl.is Breið samstaða náist um rannsókn á einkavæðingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðskiptavinirnir gerðu sér þess vegna ekki grein fyrir að ekki var lengur litið á þá sem skjólstæðinga bankanna heldur sem vöru sem gat gefið arð.

Sannarlega hröllköld lesning Rakel mín, og svo sönn, þessi stetning setti kalt vatn niður eftir bakinu á mér, því þetta er einmitt það sem gerðist, en hefur aldrei verið beinlínis slett beint framan í mann með kaldru tusku. 

Takk fyrir pistlana þína. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekkert að þakka Ásthildur. Fagna því að þú skulir lesa þá og finnast þeir sannir. Ég vona svo sannarlega að þeir séu fleiri sem lesa þá og smitist til viðspyrnu og viljans til að vinna að samfélagsumbótum þar sem svona framkoma gagnvart þeim verður ekki liðin.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.9.2010 kl. 18:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tók mér bessaleyfi og setti link inn á þessa færslu hjá þér.  Mér finnst svona skrif skipta miklu máli.  Og alveg eins og ég upplifi hlutina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst það bara mjög jákvætt að þú skulir hafa gert það

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.9.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband