Björk er tilbúin til að leggja sitt á vogarskálarnar!

Björk SigurgeirsdóttirMér þykir ástæða til að vekja athygli á síðasta helgarviðtali inni á Svipunni. Viðmælandinn að þessu sinni er kjarnakonan Björk Sigurgeirsdóttir. 

Björk bauð sig fram fyrir Borgarahreyfing- una í norðaustur í síðustu alþingis- kosningum en situr nú í nefnd um erlenda fjárfestingu fyrir hana og Hreyfinguna. Margir muna líka eflaust eftir henni fyrir vasklega framgöngu hennar þar en hún og Silja Bára Ómarsdóttir skiluðu séráliti þar sem þær segja m.a. að þann vafa sem ríkti um heimilisfestu Magma Energy í Svíþjóð „beri að túlka íslenskum almenningi í hag og til verndar auðlindum landsins, samkvæmt markmiðum“ (sjá hér) laga um fjárfestingu erlendra aðila í hérlendum atvinnurekstri.

Það fer ekki fram hjá neinum sem les viðtalið við Björk að hér fer skelegg kona með ríka réttlætiskennd. Í viðtalinu segir hún að hér sé þörf á grundvallar- breytingum og hún sé tilbúin til að leggja sitt að mörkum til að leggja þeim lið. Hún segir ýtarlega frá vinnu sinni með nefnd um erlenda fjárfestingu hingað til, úrskurði nefndarinnar varðandi kaup Magma Energy á hlutum í HS-orku og að lokum sínum hugmyndum um stjórnlagaþing.

Það er trú Bjarkar að stjórnarskrá með skýrari texta sem allir geta skilið myndi stuðla að því að fleiri Íslendingar tækju samfélagslega ábyrgð. „Við þurfum á því að halda að fólk setji sig inn í hlutina, myndi sér skoðun og taki þátt. Við búum í litlu samfélagi þar sem hver og einn getur haft mikil áhrif hvort sem það er með almennri uppbyggingu samfélagsins eða beinni þátttöku í stjórnmálum.“  (Sjá viðtalið í heild)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband