„Af hverju ertu svona reiđur, Jón?“

Einhvern daginn mun ég setjast niđur og skrifa pistil ţar sem ég dreg saman mína upplifun af ţví ađ standa ađ borgarafundum hér á Akureyri sl. eina og hálfa áriđ. Ţar mun ég velta fyrir mér borgarafundarforminu og líklegum árangri ţess. Ég vona ađ ég geti látiđ verđa af ţessu fljótlega en ţađ verđur ekki í ţessari fćrslu.

Tilefni ţessara skrifa er ţađ ađ ég rakst á greinarkorniđ hér ađ neđan en ţađ er skrifađ í kjölfar síđasta borgarfundar. Ţessi fundur var jafnframt síđasti borgarafundur vetrarins en ţar sátu oddvitar frambođanna sem bjóđa fram til bćjarstjórnarkosninga hér á Akureyri í pallborđi. Fyrst svöruđu ţeir spurningum frá spyrlum sem sáu hver um einn málaflokk. Međal ţeirra var miđbćjarskipulagiđ hér.

Í kjölfariđ fengu áheyrendur svo tćkifćri til ađ spyrja oddvitana um ţau málefni sem ţeim fannst brýnast ađ fá svör viđ. Jón Hjaltason, sagnfrćđingur, var fyrsti áheyrandinn sem varpađi fram spurningum. Önnur ţeirra sneri ađ miđbćjarskipulaginu. Í framhaldi af viđbrögđunum sem hann fékk á fundinum skrifađi hann eftirfarandi grein sem birtist í Fréttablađinu á dögunum (Smelltu á myndina til ađ fá letriđ í ţá stćrđ sem hentar ţér til aflestrar):
Grein Jóns HjaltasonarŢetta er ekki einu blađaskrifin sem ég hef rekist á í kjölfar borgarafundarins sem Jón vísar til í skrifum sínum. Landpósturinn, sem er fréttavefur fjölmiđlanema viđ Háskólann á Akureyri, og Pressan birtu líka umfjöllun um ţađ ţar kom fram. Fréttina á Landpóstinum er ađ finna hér og á Pressunni hér. Ţeim sem hafa áhuga á ađ kynna sér annađ sem fram fór á ţessum fundi er bent á fundargerđina sem ég birti hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband