Texti sem segir svo margt

Það voru dætur mínar sem kynntu mig fyrir hljómsveitinni Muse fyrir nokkrum árum. Ég kolféll á fyrsta tóni og hef verið ástfangin af tónlistinni þeirra síðan. Það eru ekki bara lögin þeirra sem eru mér sem unaðslegt sálarfóður heldur orka textarnir þeirra ekki síður á mig sem endurnærandi orkubitar fyrir huga og sál. Vissulega er það svo heildin sem gerir það að verkum að ég get hlustað á lögin þeirra aftur og aftur og aftur án þess að fá nokkurn tímann leið á þeim.

Þannig er það líka með eitt af þeirra nýjustu lögum; Upprising. Lagið sjálft er frábært og fullkomnast með innihaldi textans. Textinn segir líka svo margt! Hann er afsprengi þeirrar þrúgandi yfirþyrmingar sem er að kæfa svo marga nú á tímum. Yfirþyrmingin verður stöðugt meira og meira áþreifanleg í þeirri efnisveröld sem við búum í. Veröld sem hefur útilokað svo margt sem skiptir máli fyrir þá einkennilegu stefnu að hámarka gróða sem er mældur í peningum. Peningar eru reyndar orðnir jafnósýnilegir veraldlegum eignamyndunarfíklum eins og guð er trúarlífi heittrúarmannsins.

Textinn fjallar um það hvernig peningavaldið hefur lagt líf almennings undir sig. Bent er á afleiðingarnar og almenningi bent á að eina von hans felist í upprisu hans. Textinn talar þannig beint inn í veruleika vestrænnar nýfrjálshyggjustefnu þar sem ríkisstjórnir Vesturveldanna standa vörð um fjármálastofnanir og auðmagnseigendur á kostnað almennings. Íslenskur veruleiki er gott dæmi um það hvað kemur upp úr þeim kraumandi potti þegar upp úr honum sýður. Það er e.t.v. þess vegna sem mér finnst eins og söngvari sveitarinnar, Matthew James Bellamy, sé að tala til okkar í þessum texta:

MuseThe paranoia is in bloom, the PR
The transmissions will resume
They'll try to push drugs
Keep us all dumbed down and hope that
We will never see the truth around
(So come on!)

Another promise, another scene, another
A package not to keep us trapped in greed
With all the green belts wrapped around our minds
And endless red tape to keep the truth confined
(So come on!)

They will not force us
They will stop degrading us
They will not control us
We will be victorious

Interchanging mind control
Come let the revolution take its toll if you could
Flick the switch and open your third eye, you'd see that
We should never be afraid to die
(So come on!)

MuseRise up and take the power back, it's time that
The fat cats had a heart attack, you know that
Their time is coming to an end
We have to unify and watch our flag ascend

They will not force us
They will stop degrading us
They will not control us
We will be victorious

Hey .. hey ... hey .. hey!

They will not force us
They will stop degrading us
They will not control us
We will be victorious

Hey .. hey ... hey .. hey!

Hér er svo myndband við flutning þessa magnaða texta:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta lag Muse er algjört æði.  Ég heyrði það fyrst þegar dóttir mín var að spila það og ég tók strax eftir mögnuðum textanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Lýsir það ekki ákveðnum þroska að falla fyrir því sem börnin manns eru að hlusta á

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.2.2010 kl. 22:37

3 identicon

Flott lag og góður texti

Ósk (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 07:53

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að hlusta á það fimm sinnum á dag síðan ég uppgötvaði það á Fésinu eftir ábendingu Birgittu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband