Við verðum að standa saman!

Mér þykir hann alltaf jafn undarlegur þessi rígur um smámuni þegar stórar ógnir steðja að. Ég skil ekki að það sé aðalatriðið hvaðan sanngirnin kemur. Kannski vegna þess að ég hef aldrei verið haldin þeirri þörf að eiga hugmyndir. Ég er m.a.s. svo „þroskaheft“ á þessu eignaráráttusviði að ég ástunda það frekar að lauma góðum hugmyndum að hjá öðrum því reynslan sýnir mér að hópur nær alltaf betri árangri við að hrinda þeim í framkvæmd en einn einstakur.

Ég skil heldur ekki að þeir sem hafi gert sig seka um eitthvað, sem hefur komið öðrum illa, megi ekki sjá að sér. Ég skil auðvitað reiði fólks gagnvart gerendunum sem komu okkur í núverandi aðstæður eða sátu hjá og gerðu græðgisrefunum það mögulegt að koma okkur í þá stöðu sem við erum í, í dag. Það var þó ekki erindi mitt að fara yfir það einu sinni enn hverja ég tel seka og um hvað.

Mig langaði til að minna á það sem ég ítrekaði nokkrum sinnum í vetur en það var að við verðum að standa saman! Allur almenningur í þessu landi stendur frammi fyrir því að þurfa að borga skuldir sem örfáir stofnuðu til. Aðalatriðið er að stjórnvöld, skiptir ekki máli hvaða flokki þau tilheyrðu eða tilheyra nú, vinna að því að velta þeim yfir á almenning. Ekki bara þær kynslóðir sem eru uppi núna heldur komandi kynslóðir líka!

Við stöndum frammi fyrir gífurlegri efnahagskreppu. Sum okkar eru farin að finna áþreifanlega fyrir henni. Sjá t.d. hér. En fleiri eiga eftir að finna fyrir henni á sama hátt í nánustu framtíð og þó nokkur komandi ár ef fram fer sem horfir. Lögreglan í Reykjavík, sem var stillt upp gegn mótmælendum sl. vetur, hefur m.a.s. gefið út óbeina yfirlýsingu um að hún muni taka þátt í þeirri byltingu sem virðist því miður nauðsynleg. Sjá hér.

Í mínum augum er aðalatriðið það að við spyrnum á móti því óréttlæti sem stjórnvöld vinna að, að neyða upp á okkur um þessar mundir. Óréttlætið er fólgið í því að við eigum að gangast undir ójafnaðarsamninga úr ýmsum áttum á meðan efnahagsböðlarnir sitja óáreittir hvort sem um er að ræða þá sem sitja að eignunum sem þeir skutu undan eða þá sem gerðu þeim þetta mögulegt.
Frá mótmælum á Austurvelli 13. ágúst 2009 (Mynd: Helgi Jóhann Hauksson)

Hættum að rífast og stöndum saman því sameinuð getum við breytt einhverju en sundruð viðhöldum við núverandi ástandi. Stöndum upp fyrir okkur sjálf, börnin okkar, barnabörn og þær kynslóðir sem afkomendur okkar eigar eftir að ala af sér. Sýnum samstöðu sama hvaða flokki eða þjóðfélagshópi við tilheyrum. Sýnum styrk og knýjum fram réttlæti og lífvænleg skilyrði okkur og öllum þegnum þessa lands til handa.

Ég aðhyllist neyðarstjórn við þessar aðstæður en það er ekkert víst að þú sést sammála mér. Hins vegar er ég viss um að við erum öll sammála um að við viljum geta lifað af tekjunum okkar og að þeir sem settu okkur á hausinn sæti ábyrgð. Við getum byrjað þar!


mbl.is Kommar, íhald og guðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Auðvitað ég er alveg sammála þér við verðum að standa saman hvað sem á dynur og neita að borga það, sem við almenningur skuldum ekki, það er alltaf talað um að við verðum að borga skuldir okkar, ég mótmæli svona orðalægi við almenningur skuldum þetta ekki!!!!!!! er einhver sem mótmælir því.?

Bláskjár

Eyjólfur G Svavarsson, 14.8.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kvitt og sammála er ég ykkur báðum.  Þjóðin verður að standa saman.  Hvað sem á okkur dynur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já samstaðan verður varla sterkari en gegn "sameiginlegum" ógnvaldi og óvini.  Furðulegt að sumir skuli enn ekki sjá hinn raunverulega ógnvald og óvin sem enn gengur laus.

Annars er þetta fínn og þarfur pistill Rakel, sammála þessari þjóðstjórnarhugmynd, enda má ég ekki til þess hugsa að fela völdin einum eða tveimur flokkum (D+F) sem fokkuðu þessu svona gjörsamlega á nokkrum árum, og vilja nú hvorki kannast við eitt né neitt, og halda að lausnina sé að finna í þeirra grugguga ranni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.8.2009 kl. 04:12

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

D og B  átti þetta auðvitað að vera;  Halldór og Dabbi og það slekti allt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.8.2009 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband