Ekki benda á mig...

Það er ekki hægt að láta tækifæri sem þetta líða hjá án þess að birta eina af myndum Halldórs. Myndin sýnir atvik sem sumir halda fram að hafi nánast verið eins og Halldór túlkar það hér. Össur Skarphéðinsson flýr í fang BandaríkjaforsetaTengd frétt flytur okkur reyndar fordæmingu Össurar Skarphéðinssonar á kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumannna en í lok hennar vísar hann í orð „nýja vinarins“ frá síðastliðnum Natófundi: „Ég fagnaði því mjög að Obama Bandaríkjaforseti skyldi lýsa því yfir á leiðtogafundi Nató á dögunum að Bandaríkjamenn ætluðu sér að taka upp nýja stefnu í þessum málum og berjast gegn kjarnorkuvopnum.“ Það er kannski það sem gekk á þegar Össur fleygði sér í fang Obama en ekki það sem ég hef haldið hingað til.

Össur hefur áður lýst skoðun sinni á því sem á sér stað í Norður-Kóreu en það var 6. apríl sl. Ég skrifaði þetta af því tilefni og er enn sama sinnis.


mbl.is Ættu frekar að fæða fólk sem lifir við hungurmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Halldór er góður!

Hlédís, 27.5.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband