Nauðsynlegt að ryðja sumrinu braut...

Veturinn í náttúrunni hefur vikið fyrir sumrinu en frostið sem skall á síðastliðið haust í efnahagslífinu ríkir enn og þíðan virðist því miður alllangt undan. Sá samtakamáttur sem birtist í mótmælum almennings í vetur markaði þó ákveðin spor... Það er í raun ótrúlegt að sjá og upplifa hvað varð til í þeirri grasrót sem sá samtakamáttur grundvallaði.

Ég er enn að uppgötva sumt og verður kannski seint eða aldrei fullkomlega talið. Í dag rakst ég t.d. á þetta myndband Skúla Arasonar. Myndband sem boðar nauðsynlegar breytingar. Þær vorleysingar sem verða að eiga sér stað í íslensku stjórnmála- og efnahagslífi áður en sumarið tekur við á þeim vettvangi líka.


mbl.is Lántakar með frystingu inn í sumarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já, breytum kerfinu.  Burt með pakkið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband