Ef þú hefur skilning sýndu það þá í verki!

Orðagjálfur og klisjur eru það eina sem við höfum fengið frá fulltrúum þessarar ríkisstjórnar. Þorgerður Katrín er sérstakur snillingur í því að svara fyrir sig með slíku. Sumir eru m.a.s. svo ginkeyptir fyrir tungulipurð hennar að þeir sjá hana fyrir sér sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins eftir næstu andlitsupplyftingu. En ég segi og stend við það að þó Þorgerður Katrín komi óskaplega vel fyrir þá er hún í raun pólitískt flagð.

Kynnið ykkur bara framgöngu hennar í sambandi við nýju fræðslulögin. Munið þegar hún sagði með ískaldri fyrirlitningu að sprenglærður hagfræðingur sem spáði hruni íslensku bankanna fyrir u.þ.b. ári síðan þarfnaðist endurmenntunar. Jú, jú, hún kann að biðjast afsökunnar. Skárra væri það nú! Hún veit nákvæmlega hvert hún stefnir og hvernig hún á að fá því framgengt. Það að kunna að biðjast afsökunnar og láta líta út fyrir að hún iðrist er liður í þeirri áætlun.

Hún segir það skrýtið að vera haldið í herkví inni í þinghúsinu í dag. Þjóðinni finnst líka skrýtið að vera hneppt í skuldafangelsi fyrir ættingja, venslamenn og vini ríkisstjórnarinnar. Henni finnst það skrýtið að enginn þeirra sem lét greipar sópa í íslenskri efnahagslögsögu hafi verið sóttur til saka. Henni finnst skrýtið að þeir sleppi á meðan það er þrengt að kjörum almennings úr öllum áttum.

Þjóðinni finnst það skrýtið hvernig menntamálaráðherrann sem lofaði að grunsamlegar fjármálatilfærslur þeirra hjóna yrðu upp á borðinu svíkur það loforð. Henni finnst það líka skrýtið að hann skuli ekki sýna neina tilburði til að standa við loforðið sem hann gaf í Háskólabíói um að allt sem vekti grunsemdir í sambandi við aðdraganda og viðbrögð efnahagshrunsins yrði upp á borðinu.

Mér finnst það sérstaklega skrýtið hvernig Þorgerður Katrín misbeitir tungumálinu og snýr öllu við! Hvað er t.d. andhverfa mótmæla! Er það ekki ríkisstjórnin? Er hún að meina að við megum ekki fara að haga okkur eins og fulltrúar hennar? Við ætlum að reyna það í lengstu lög. Við ætlum að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Við viljum ekki ofbeldi en ætlar Þorgerður Katrín þá að hlusta og sjá til þess í leiðinni að löggæsla snúist ekki upp í andhverfu sína


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er með ólíkindum hvað þessi kona er skammfeilin. Hún talar um þingið sem æðsta vald en gleimir að nefna að valdinu var stolið og farið með það í Valhöll en þingið skilið eftir máttvana.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:41

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega Jakobína! Hún gengur algerlega fram að mér og er búin að gera það nokkur undanfarin ár! Nú ganga ráðherrarnir orðið svo oft fram að mér, reyndar í hvert skipti sem þau opna munninn, að ég er að verða orðlaus.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 03:05

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Háll sem áll og ætíð skyndi maður hafa mikla aðgát í návist sálar hennar.

Arinbjörn Kúld, 21.1.2009 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband