Fyrsti í samstöðu gegn ESB

Í kjölfar alþingiskosninga ætti að vera komið rúm til að fara að einbeita sér að samstöðunni NEI við ESBaftur. Eitt af því sem sameinar þvert á flokka er andstaðan við ESB aðlögunarferlið. Á nýliðnu kjörtímabili hefur áherslan á aðlögun verið slík að hún hefur nánast drekkt allri annarri umræðu og haldið mikilvægum innanlands- málum í heljargreipum.

Sama hvað um niðurstöðu nýliðinna alþingis-kosninganna má segja er ljóst að þessari áherslu var hafnað. Það hefur því myndast svigrúm til að halda andstöðu stórs hluta þjóðarinnar gegn bæði aðlögunarferlinu sjálfu svo og aðildinni að Evrópusambandinu á lofti.

Fyrsta tækifærið er morgundagurinn. Heimsýn hefur látið útbúa skilti og borða sem verður útbýtt fyrir 1. maí gönguna á morgun til þátttakanda sem vilja afþakka frekari óþægindi í boði Evrópusambandsins hér á landi. Á síðu Heimsýnar segir í tilkynningu þar sem vakin er athygli á þessum þætti göngunnar á morgun: 

Á þessum hátíðisdegi er rétt að muna eftir því hversu miklu það skiptir fyrir launþega að atvinnuástand sé gott. Því miður hefur atvinnuleysi stóraukist í löndum ESB að undanförnu og er nú svo komið að það er að meðaltali um 12 prósent, en farið að nálgast 30% á Spáni og Grikklandi, en þar er um helmingur ungs fólks án atvinnu.

Höldum því á lofti að það er íslenskum verkalýð ekki til heilla að ganga í ESB. (sjá hér)

Gangan hefst kl. 13:30 en þeir sem vilja halda uppi andstöðunni gegn ESB eru hvattir til að mæta á bílaplanið við Arion-banka kl. 13:00 þar sem skilti og borðar verða afhent. Gengið verður niður Laugarveginn og niður á Ingólfstorg þar sem verkalýðsforystan er með útifund. Þátttakendur eru hvattir til að koma skilaboðunum rækilega á framværi þar með því að hafa skiltin og borðana áberandi.

NEI við ESB

Stofnaður hefur verið viðburður inni á Fésbókinni (sjá hér). Eftir útfundinn býður Heimsýn upp á kaffi á skrifstofu sinni að Hafnarstræti 18 (sjá hér). Hér má líka benda á að tvær undirskriftarsafnanir eru í gangi þar sem aðildarviðræðum er hafnað.

Önnur er á skynsemi.is þar sem einfaldlega er skorað „á Alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“ (sjá hér). Nýlega hrinti svo Samstaða þjóðar annarri undirskrifasöfnun af stað með enn afdráttarlausara orðalagi þar sem segir: „Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB með formlegri ályktun“ (sjá hér). 

Stöndum vörð um framtíðina og lífskjör almennings og fjölmennum á morgun í þeim tilgangi að gera ESB-andstöðuna áberandi í 1. maí göngunni og göngum saman með skynseminni og segjum: Nei, takk við ESB!
mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég teldi réttast að þeir tveir flokkar sem unnu kosningarnar myndu hefja viðræður" segir Bjarni Ben. Hann hlýtur þá að vera að tala um Bjarta framtíð og Pírata sem eru hinir sönnu sigurvegarar kosninganna þar sem þeim tókst báðum að brjótast í gegnum fjórflokkamúrinn og koma mönnum inn á þing þrátt fyrir áratugalanga samtryggingu fjórflokksins. Björt framtíð kom 6 mönnum inn og Píratar þremur. Sjálfstæðisflokkurinn vann a.m.k. ekki kosningarnar þótt þeim tækist að endurheimta þrjá menn sem gengu úr skaftinu fyrir nokkrum árum. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari á sinn hátt með sögulegri fjölgun þingmanna umfram það sem flokkurinn hefur áður fengið. En það er óhætt að ítreka það að sjálfstæðisflokkurinn er ekki í hópi þeirra sem unnu kosningarnar svo notað sé orðfæri Bjarna Benediktssonar.

corvus corax, 30.4.2013 kl. 20:45

2 identicon

Ætla bara rétta að vona að þið nei sinnar fari nú ekki að eyðileggja 1 maí göngu verkalýðsins, sem er jú fyrst og fremst kröfuganga verkalýðsins og þar eru margir ESB sinnar eins og glögglega kom fram í skoðanakönnum um hvort að landinn vilji klára aðildarviðræðurnar.

 ótrúleg frekja í þessu sjalla pakki...heldur bara að það eigi umboðsréttin til að mynda nýja ríkisstjórn...vona bara að Simmi sjái í gegnum þetta sjalla lið...og myndi vinstristjórn með Samfó og Bjartri framtíð og að þessir flokkar klári aðildarviræðurnar í friði....þjóðarinnar vegna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 23:44

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef það að vera NEI-sinni þegar kemur  að ESB-aðild setur mann „óvéfengjanlega“ í hóp með einhverjum sem teljast til sjalla-pakks þá get ég ekki annað en séð í því mikinn heiður

Á meðan þú ferð á taugum yfir því hvað Sigmundur Davíð ætlar sér í ríkisstjórnarmyndunarmálunum þá ætla ég að vinna að því með einstaklingum í Heimsýn, Regnboga, Samstöðu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að halda NEI gegn ESB á lofti. Ef þú hefur misst af því þá hefur ESB-aðild afdrifaríkar afleiðingar fyrir verkalýðinn eins og fram kemur í pistlinum hér að ofan.

Á meðan verkalýðsforystan neitar að horfast í augu við þá miklu skerðingu sem innganga í ESB myndi hafa bæði á réttindi verkalýðsins og lífskjör almennings þá ættu allir að þakka fyrir þá samstöðu sem þessir mörgu hópar sem ég taldi upp hér að ofan eru tilbúnir til að sýna í 1. maí-göngunni í þeim tilgangi að minna á að ESB-aðild er verkalýðsmál!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.5.2013 kl. 00:03

4 Smámynd: Sandy

Þakka þér fyrir Rakel, að berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar öllu því fólki sem það gera verður seint þakkað, ég mundi koma með ef ég gæti það heilsunar vegna en þeir sem fara í gönguna sendi ég baráttukveðjur. Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikils virði það er fyrir þjóðina í heild að vera sjálfstæð. Það er augljóst þegar maður horfir á hvernig gengur út í Evrópu þ.e.a.s. hjá almenningi að það er engin lúxus að vera þarna inni, þetta samband er ekkert fyrir hinn almenna borgara.

Það eru ESB sinnar í öllum flokkum við þurfum bara að vera vakandi yfir því að elítunni hér á landi takist ekki að setja okkur þarna inn án okkar samþykkis eins og mér sýnist þeir vilji gera, það er alveg klárt mál að Sf vildi ekki atkvæðagreiðslu vegna þess að hún vissi að hún fengi nei, og það að klára þessar viðræður hafa margir sagt að þá værum við komin inn án okkar vilja, en það er eins með þann kafla eins og svo marga aðra það hefur ekki mátt sýna okkur á spilin, hvers vegna?

Sandy, 1.5.2013 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband