Stefnumót við stjórnvöld

Það hefur spurst út að lögreglan ætlar ekki að standa heiðursvörð við alþingishúsið við þingsetninguna 1. okt. n.k. Þetta veldur mörgum siðvilltum þingmanninum sakbitnum kvíðahnútum. Einhverra hluta vegna hefur Ólína Þorvarðardóttir verið sett í það hlutverk að miðla þessum titringi og biðla til björgunarsveitarmanna um að þeir taki hlutverkið að sér. Hún blandar líka hugtakinu virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum, sem sitja með henni á þingi, við þessa furðulegu málaumleitan.

Ég velti því fyrir mér hvort þessi ódáðaverkahópur hafi alveg misst af því að nú þegar hefur stór hópur boðið sig fram til heiðursvarðar niður við alþingishúsið. Síðast þegar ég gáði (sjá hér) voru þeir komnir upp í rúm 3.000 sem ætla að taka þetta hlutverk að sér. Ég treysti þessum hópi til að sýna Ólínu Þorvarðardóttur og öllu hennar hyski tilhlýðilega virðingu

Það er virkilega dapurlegt að verða vitni af allri þeirri firringu sem virðist nær allsráðandi innan veggja Alþingis en það er ljóst af öllu þeirra látbragði að stjórnmálastéttin veit upp á sig skömmina. Grasrótin og ávextir hennar er sá jarðvegur sem eina von þessarar þjóðar liggur í. Einn blómlegasti ávöxturinn eru Hagsmunasamtök heimilanna sem hafa barist ötulega fyrir réttlæti til handa heimilunum í landinu.

Frá miðju sumri hafa þau staðið fyrir undirskriftarsöfnun undir eftirfarandi kröfu: 

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. (sjá hér)

Það eru síðustu forvöð að skrifa undir en undirskriftarlistinn verður afhentur á morgun (þ.e. 1. okt). Viðburðurinn Samstaða Íslendinga var settur upp til stuðnings framtakinu. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn munu koma fram. Þar á meðal Magnús Þór Sigmundsson ásamt Fjallabræðrum sem munu syngja meðfylgjandi lag þar sem þetta hljómar: „HVAR ER SKJALDBORGIN MÍN? HVAR ER HÚS MITT OG LÍF?“



Svo er það stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur sem verður flutt 3. októrber Stefnuræða forsætisráðherraen af því tilefni munu TUNNURNAR koma saman aftur og minna á kröfur sínar sem í stuttu máli má segja að snúist um vantraust á alla sjórnmálastéttina sem hefur ekkert gert frá hruni nema staðfesta getuleysi sitt til annars en þjóna peningaöflunum á kostnað almennings. Settur hefur verið upp viðburður á Fésbók af þessu tilefni ásamt kröfulista sem má nálgast hér.

Að lokum er vert að taka það fram að ný Grasrótarmiðstöð verður tekin í notkun nú um mánaðarmótin. Hún er til húsa í Brautarholti 4. Ég hvet ykkur til að fylgjast með hér og kíkja við. Fyrsta tækifærið til þess verður upp úr hádeginu 1. okt. n.k.


mbl.is Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær grein ég tek undir hvert orð hér.  ví miður verð ég ekki komin til landsins tímanlega, annars hefði ég svo sannarlega mætt.  En ég verð með ukkur í huganum og sendi alla mína orku niður á Austurvöll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hæ.

"Afnám verðtryggar" krefjast SH. Ég hef beint þeirri spurningu til Hagsmunasamtaka Heimilanna hvað þau vilja að komi í stað verðtryggingar en ekki fengið nein svör. Viljið þið sem krefjist afnáms verðtryggingar hærri vexti í staðinn, neikvæða vexti eða...?

Jón Bragi Sigurðsson, 30.9.2011 kl. 09:28

3 identicon

J.B.S. - Hvað með heilbrigðara efnahagskerfi eins og t.d. á hinum norðurlöndunum? Þar er engin verðtrygging og mun lægri vextir af öllum lánum og í ofanálag er hægt að fá yfirlit um greiðslur, (ungefer), af lánunum áratugi fram í tímann.

Ég segi eins og Jónas K. "Íslendingar, þið eruð fífl"!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 16:42

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jón Bragi, af hverju þarf eitthvað að koma í staðinn fyrir verðtryggingu á lán? Hvað kom t.d. í staðinn þegar hún var tekinn af launum? Hvernig fúnkerar lánakerfið annars staðar þar sem er egin verðtrygging? Það væri eiginlega miklu nær að þú útskýrðir hvers vega þú ert svo hlynntur verðtryggingunni að það er eins og þau séu einhve trúarbrögð fyrir þig.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.9.2011 kl. 21:31

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

V.Jóhannsson@ Auðvitað er heilbrigt efnahagskerfi það besta. Og Rakel, verðtrygging er engin trúarbrögð fyrir mig frekar en fyrir þig eða HH. Hins vegar er ég það gamall að ég man eftir því hvernig hlutirnir voru áður en verðtryggingin var tekin upp. Þá var stolið af mér sparimerkjum og öðrum sparnaði og gefið þeim sem skulduðu. Viljum við það ástand aftur?

Ég er sammála því að verðtryggingin ætti að vera tengd launavísitölu og engu öðru en einhliða hróp um afnám verðtrygginar finnst mér vera frekar grunnhyggið.

Jón Bragi Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 07:04

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ekki einleikið hvað fátt er um svör þegar afhrópendur verðtryggingar eru beðnir að færa rök fyrir máli sínu.

P.s. Hvenær var það sem laun voru verðtryggð?

Jón Bragi Sigurðsson, 2.10.2011 kl. 19:39

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef þú vilt rökræður um verðtryggingar þá er ég ekki besti kandídatinn í það. Mér sýnist þú reyndar ekki vera góður kandídat í slíkar rökræður heldur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.10.2011 kl. 00:41

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei þú ert nákvæmlega einsog aðrir sem hrópa á afnám verðtryggingar greinilega ófær um að styðja það með skynsamlegum rökum.

Jón Bragi Sigurðsson, 3.10.2011 kl. 06:19

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... og þú ert ábyggilega fullfær við slíkt og hefur líka fulla þekkingu á því sem þú ert að tala um að eigin mati þó málflutningur þinn beri allt öðru vitni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.10.2011 kl. 00:15

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er alla vega ágæt byrjun að vita hvers vegna verðtryggingu var komið á í upphafi.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.10.2011 kl. 09:09

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Og ætli það sé til eitt svar við því? Mitt svar er það að henni var komið á til að hámarka gróða fjármálastofnana á útlánastarfsemi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.10.2011 kl. 19:27

12 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei, aðalástæðan var sú að hindra að stolið væri peningum frá þeim sem áttu sparifé og gefið þeim sem skulduðu. Vextir voru neikvæðir þannig að verðbólgan át upp lánin og sparifé.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.10.2011 kl. 20:57

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Bragi, þegar þú áttir sparimerki, þá var nánast ekkert til sem hét hagstjórn á Íslandi.  Karlarnir af kajanum sáu um að reka lífeyrissjóðinn sinn og hér var óðaverðbólga í kjölfar áralangrar verðstöðvunar viðreisnarstjórnarinnar.  Olíuverð hafi allt í einu rokið upp úr öllu og síldin hafði horfið nokkrum árum fyrr.  Landið treysti á fiskveiðar og þegar ekki tókst að selja fiskinn nægilega háu verði, þá var gengið fellt um 5, 10 eða 15% jafnvel nokkrum sinnum á ári.  Ert þú að jafna efnahagsástandinu núna við það ástand þegar sparimerkin þín brunnu upp?  Fermingapeningarnir mínir (og líklegast Rakelar þar sem við fermdumst sama árið) brunnu líka upp í óðaverðbólgu, en mér dettur ekki í hug að vilja halda í verðtrygginguna vegna þess að þeir hurfu í verðbólgubáli ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar.

Verðtryggingu var komið á til að stöðva eignabruna allra.  Bæði launafólks og fjármagnseigenda.  Síðan var launafólkinu hent út og fjármagnseigendurnir hafðir áfram inni.  Frá þeim tíma hefur Ísland haft tvo gjaldmiðla, þ.e. verðtryggða krónu og óverðtryggða krónu.  Fjármagnseigendur hafa í ríku mæli átt verðtryggðar krónur, en við hin höfum mátt sætta okkur við óverðtryggðar.

Verðtrygging átti að vera tímabundið fyrirbæri og meðan óðaverðbólgan væri við líði.  Verðtrygging átti líka að stuðla að lækkun nafnvaxta lána, en það hefur hún ekki gert.  Afsökunin er sú að við búum við svo lélega mynt.  En verðtryggða krónan er mjög sterk mynt.  Hún er ein sterkasta mynt í heimi.  Sá sem hefur átt hana frá setningu Ólafslaga hefur náð að breyta 100 kr. árið 1980 (nýjar krónur) í  5.466 kr. í dag.  Ég er ekki með gengisþróun nema aftur til maí 1988 og þá hafði 100 kr. frá janúar 1980 hækkað í 1.555 kr. og fyrir það fengust 20 GBP eða 37,4 USD.  Fyrir 5.466 kr. fást í dag tæplega 30 GBP eða 46,2 USD, þannig að verðtryggða krónan er 50% öflugri gjaldmiðill en GBP og 23,5% öflugri en USD.

Hvað á að koma í staðinn fyrir verðtryggingu?  Í fyrsta lagi hefur enginn talað um að afleggja eigi verðtryggingu.  Eingöngu er talað um að afleggja verðtryggingu á lánum heimilanna.  Í öðru lagi, þá líður nágrannaþjóðum okkar alveg ágætlega og engri þeirra hefur dottið í hug að íþyngja þegnum sínum með verðtryggðu neytendalánum eða húsnæðislánum.  Við förum ekki fram á neitt annað en það sem nágrannar okkar hafa, þ.e. óverðtryggð neytendalán og húsnæðislán með óverðtryggðum föstum, breytilegum eða fljótandi vöxtum, þar sem ávöxtunarkrafa húsnæðislána sé til að byrja með ekki hærri en 6% og fari síðan lækkandi niður í hámark 4%.  Þetta er það sem við viljum.  Við teljum að þetta muni stuðla að stöðugleika, þar sem fjármálafyrirtæki og fjárfestar verða ekki lengur varðir fyrir tjóni óstöðugleikans, heldur þurfi að takast á við afleiðingar óstöðugleikans alveg eins og við hin.  Þá verður best fyrir alla að viðhalda stöðugleika og því munu allir verða þátttakendur í því að viðhalda honum.

Það er ótrúlegur misskilningur að vaxtastig á hverjum tíma eigi að tryggja jákvæða raunvexti.  Ef svo væri, þá væru bankarnir ekki að bjóða 0,55% vexti á innstæðureikingum.  Nei, fyrir langtímafjárfesti er markmiðið að fá jákvæða raunvexti á líftíma fjárfestingarinnar.  Hvergi í heiminum, nema á Íslandi gera fjárfestar kröfu um jákvæða raunvexti sama hvað dynur á án þess að þurfa að hafa fyrir því.  Það á ekki að vera auðvelt mál að ná góðri ávöxtun á hverju einasta ári.  Menn eiga að þurfa að hafa fyrir því, alveg eins og foreldarar þurfa að hafa fyrir því að búa börnum sínum gott líf.  Það er bara inn ofdekraði íslenski fjárfestir sem heldur því fram að góð raunávöxtun eigi að koma áreynslulaust.

Þú spyrð hvenær laun voru verðtryggð.  Þú segist hafa misst sparimerkin þín í óðaverðbólgu og veist ekki hvenær laun voru verðtryggð.  Ég veit ekki hvort hægt er að taka þig alvarlega eða hvort minni þitt sé valkvætt.  Laun voru verðtryggð frá 1979 fram á vor 1983 er þau voru aftengd verðtryggingu um það leiti sem ársverðbólgan fór yfir 130%.  Þá fór í gang gríðarleg eignarupptaka og stór hópur húsnæðiseigenda tapaði öllu.  Þáverandi ríkisstjórn bar ekki gæfu til að leysa það mál farsællega, þannig að mjög mörg heimili fóru í gjaldþrot eða það tók þau 10, 15 og jafnvel 20 ár að vinna sig út úr vandanum.

Marinó G. Njálsson, 4.10.2011 kl. 21:23

14 identicon

Þess má geta til viðbótar við það sem Marinó hefur skrifað hér ofar að Hagsmunasamtök heimilanna eru með mikið af efni á vefnum til rökstuðnings afnámi verðtryggingar. Í eftirfarandi myndskeyði frá nefndarfundi á Alþingi er þó ein besta setning sem komið hefur fram um verðtryggingu en hana gróf Marinó upp og er hún frá Landsbankanum 1966 eða svo: http://www.althingi.is/vefur/mp.html?protocol=vefur

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 05:27

15 identicon

Ofangreint myndskeið á vef alþingis er ekki mjög aðgengilegt. Hér er betri hlekkur á þetta á Youtube http://www.youtube.com/watch?v=Bfgp-Oa41Rg&feature=youtube_gdata

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 05:45

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Rakel, þakka góða grein og athyglisverðar umræður.

Jón Bragi, Þegar sparimerkin "gufuðu upp" varstu eða hefur þú verið með óverðtryggt lán vegna fasteignakaupa? 

Ég er sjálfur með verðtryggt húsnæðislán og á einnig töluverð réttindi í lífeyrissjóði sem eiga að vera verðtryggð. Staðreyndin er því miður sú að lífeyrissjóðurinn stundar stórfellda eignaupptöku vegna verðbóta sem svo eru notaðar í stórfelldar áhættufjárfestingar sem skerða minn "verðtryggða"  lífeyri. Sú verðtrygging sem lífeyrissjóðirnir hafa af sjóðfélögum sínum skilar sér því ekki á eignahlutan.  Ég er semsagt bæði skuldari og fjármagnseigandi yfir fjármagni (sem ég hef ekkert um að segja hvernig farið er með) En sem fjármagnseigandi og skuldari er verðtryggingarformið eins og við þekkjum það í dag ekki eingöngu galið heldur er hún í eðli sínu ein stór svikamylla. Hvað á að koma í staðinn? Ekkert!!!!!

Ég er einn þeirra sem trúi því að jákvæðir raunvextir eigi ekki að vera lögmál og að fjármagnseigendur þurfi að hafa fyrir þeirri ávöxtunarkröfu sem þeir gera hverju sinni alveg eins og vinnandi fólk, ef þú vilt auka tekjurnar þá þarftu að vinna yfirvinnu . Ég trúi því líka að gæði fjárfestinga lífeyrissjóðakerfisins skili okkur betri lífeyri en verðtryggð loforð og ávöxtunarkrafa þeirra byggir á. 

Stóra vandamálið í mínum huga er að þeir sem stjórna stöðugleika hafa hingað til haft beinan hag af óstöðugleika vegna verðtryggingarinnar og þenslu áhrifa hennar á hagkerfið. Hvernig væri að deila þessari ábyrgð í bland við hagstjórn sem einhver glóra er í því eins og við vitum verður verðbólga til þegar við reynum að eyða sömu krónunni oftar en einu sinni.

Ragnar Þór Ingólfsson, 5.10.2011 kl. 08:54

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hér er svo sannarlega komið gott safn af einstaklingum sem kunna að tala um verðtrygginguna af miklum vitsmunum. Ég þakka ykkur kærlega fyrir ykkar vönduðu og upplýsandi innlegg!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 17:50

18 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér Marinó að laun hafi verið verðtryggð. Þau ár sem þú minnist á voru hin svokölluðu "rauðu strik" í kjarasamningum sem kváðu um að kjarasamningar yrðu endurskoðaðir ef verðlag/vísitala færi yfir ákveðin mörk. En að laun hafi verið sjálfkrafa reiknuð upp samkvæmt vísitölu hefur aldrei átt sér stað.

Jón Bragi Sigurðsson, 6.10.2011 kl. 06:35

19 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei Ragnar Þór, ég var ekki með nein lán vegna fasteignakaupa þegar minn sparnaður var tekinn og gefinn þeim sem voru að kaupa/byggja. Kannske var ég ekki nógu duglegur eins og þú segir en ég veit ekki hvaða „fyrihöfn“ ég hefði átt að ástunda til þess að verja mitt fé. Hins vegar var ég með verðtryggð lán á níunda og tíunda áratugnum. Ég fagnaði verðtryggingunni vegna þess að ég var búinn að sjá hvernig fór án hennar og fannst það fyrir neðan mína virðingu að stela peningum af sparifjáreigendum; ungu fólki og ellilífeyrisþegum. Kynslóðirnar á undan mér báru sig hins vegar aumlega yfir verðtryggingunni því að þeir voru vanir því að þurfa ekki að borga nema brot af skuldunum sínum til baka, sátu í sínum nær skuldlausu einbýlishúsum og virtust kæra sig kollótta yfir því hverjir borguðu brúsan.Varðandi lífeyrissjóðina er það að segja að varla munu þeir styrkjast ef á að fara að nota þá til að niðurgreiða lán. Hins vegar get ég ekki verið þér meira sammála um það að þeim er og hefur verið illa stjórnað og skandall að ekki sé búið að henda út stjórnendum þeirra fyrir löngu.„Fjármagnseigendur“ sem eru mikið í umræðunni leiða að sjálfsögðu hugann að þeim hrægömmum sem hafa herjað og herja hér enn. En það má ekki gleyma því að til er venjulegt fólk sem vill geta sparað peninga og á ekki að þurfa að sætta sig við að þeir rýrni þ.e. séu teknir og gefnir öðrum vegna neikvæðra vaxta.Ég vil taka það fram að það getur meira en verið að við séum komin í öfganna hinum megin þ.e. að útreikningar og viðmið verðbóta séu með þeim hætti að skuldarar borgi of mikið. Þá er að leiðrétta það. Það sem ég er að gera athugasemdir við eru þessi hróp um að verðtryggingin verði einfaldlega lögð niður og þá jafnframt farið í það horf sem var hér fyrir upptöku verðtryggingar.Ég sé reyndar að HH skrifa á síðunni sinni að þau vilji „afnám verðtryggingar í núverandi mynd“ og ekkert við það að athuga að menn vilji endurskoða og leiðrétta það sem augljóslega er óréttlátt.

Jón Bragi Sigurðsson, 6.10.2011 kl. 11:08

20 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nú vil ég enn einu sinni spyrja þá með "miklu vitsmunina" útí það hvort þeir séu tilbúnir til að fara í það horf að bæði innlán og útlán verði með neikvæðum vöxtum?

Jón Bragi Sigurðsson, 7.10.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband