Einkavæðing gróðans og þjóðnýting tapsins

Frá bankahruninu haustið 2008 hefur það blasað við öllum sem vilja skilja að krafa fjármálaelítunnar á kostaða stjórnmálastétt er sú að hún tryggi það að gróði hennar verði einkavæddur en tapið þjóðnýtt. Þetta er kjarni þess sem skilur að hinar andstæðu fylkingar sem hafa verið kenndar við JÁ-ið og NEI-ið.
 
Einhverjir hafa reynt að halda því fram að Icesave-málið væri alltof flókið fyrir „venjulegt“ fólk. Ég bið fólk um að varast slíkan áróður. Í reynd snýst málið fyrst og síðast um tvo andstæða póla sem má kalla A og B.
 

A) Snýst þá um það hvort hagsmunir fjármagnseigenda eru settir á oddinn með því að herða að kjörum almennings í gegnum skatta- og velferðarkerfið.

B) Snýst um það hvort réttlætið verður látið ráða ríkjum þannig að sömu lög gildi um hvítflibbaglæpi og aðra auðgunarglæpi eins og bókhaldssvik og innbrot.

Það er okkar almennings að gera upp hug okkar hvað þetta varðar. Ef við segjum JÁ erum við þar með að viðurkenna að almenningi beri að taka á sig skuldir einkafyrirtækja en ef við segjum NEI erum við að kalla eftir því að þeir sem stofnuðu til Icesave-skuldanna verði látnir bera tjónið af sinni glæfrastarfsemi sjálfir.

Hér er stutt tveggja mínútna myndband sem skýrir Icesave-málið á myndrænan og einfaldan hátt:

 

Ég bið kjósendur að hafa það hugfast að íslenskur almenningur nýtur þeirra öfundsverðu forréttinda að fá að segja til um það sjálfur hvort hann tekur á sig skuldir Landsbankans eða ekki. Ég bið kjósendur líka um að hafa það hugfast að þeir sem reka stífan áróður fyrir því að almenningur eigi að taka þessar skuldir á sig er sama eigna- og valdastétt sem leiddi okkur í hrunið haustið 2008.

Hér hefur nefnilega ekkert uppgjör farið fram þannig að það eru sömu spillingaröflin sem reyna að afvegaleiða okkur nú og þau sem töldu okkur trú um að allt væri í himnalagi í aðdraganda hrunsins. Þetta eru þeir sem vilja viðhalda því kerfi sem er dregið upp í þessu breska myndbandi:



Að lokum bið ég lesendur að spyrja sig þessara spurninga:

Auðvitað segjum við NEI

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki sjens að ég vilji hjálpa bankamafíunni og spilltum stjórnvöldum til að viðhalda þessu ástandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband