Með risahnút í maganum!

... og það ekki að ástæðulausu!

Miðað við stöðu mála er útlit fyrir það að nú eigi að binda öll sitjandi stjórnmálaöfl saman í einum samsektarpytti. Það á með öðrum orðum að múlbinda stjórnar- andstöðuna við samning sem gerir ráð fyrir að íslenskur almenningur skuli greiða upp skuldir einkarekinna fyrirtækja. Þetta er auðvitað alveg eitursnjallt útspil, hver sem á hugmyndina, enda veikir það alla von um að það verði nokkuð hægt að hrófla við Icesave-málinu eftir að slíkur samningur er kominn í höfn.
Icesave-rúllettanMiðað við það sem við vitum núna um þessa samninga er ekki að sjá að það eigi nokkuð að velta fyrir sér grundvallarforsendum samningsins. Grundvallaratriðum eins og þeim að það var ekki íslenskur almenningur sem stofnaði til skuldanna, sem um ræðir, heldur ákveðnir einstaklingar sem áttu og ráku Landsbankann og Kaupþing. Svo eru það stóru spurningarnar varðandi lagalegar forsendur þess að fámenn þjóð skuli knésett fyrir kerfishrun sem má að einhverju leyti rekja til ágalla í fjármagnseftirliti allra landanna þriggja, þ.e: Bretlands, Íslands og Hollands, og gildandi regluverki evrópska efnahagssvæðisins. 

Það vekur mér líka virkilega áleitnar spurningar hvernig ríkisstjórnin ver tíma sínum og ekki síður að stjórnarandstaðan skuli verja þær áherslur sem nú eru uppi. Frá mínum bæjardyrum séð er það reyndar fáránlegt að nota tímann fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni í það að leggja allt undir til að ná fram enn einum samningnum! Það gegndi hins vegar allt öðru máli ef þessum tíma væri varið í að fá óháð verðmat á þeim eignum sem hefur verið talað um að gengju upp í Icesave-skuldirnar og undirbúning á því að fá skorið úr þeim lagalegu vafaatriðum varðandi skuldbindingarábyrgð Íslendinga sem bent hefur verið á
Framtíðin með Icesave?Hins vegar er haugur af brýnum málum sem er orðið virkilega aðkallandi að leysa en í stað þess að leggja alla sína krafta og vitsmuni í það geigvænlega ástand sem blasir við innanlands þá ver ríkisstjórnin dýrmætum tíma í að landa enn einum samningnum. Ekki nóg með það heldur tekur stjórnarandstaðan þátt í leikritinu með þeim!

Kvíðahnúturinn sem hefur sest að í maganum á mér yfir þessu öllu saman stafar af illum grun. Grunur minn byggir á því hver tilgangurinn með þessari arfavitlausu stjórnvaldsákvörðun kann að vera. Ég velti því fyrir mér hvort Icesave-málið sé ríkisstjórninni nauðsynlegt felutjald því það er ekki eins og vandamálin hafi hlaupið frá okkur á því eina ári sem þetta mál hefur nær yfirskyggt allt sviðið. Það er heldur ekki eins og lausn þessarar mála hafi verið sett á fullkomna bið á meðan Icesave drekkur í sig meginstyrkinn úr kastljósinu.

Felutjaldið er kannski nauðsynlegt til að fela getuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart því sem fram fer. Því að á meðan öll athyglin liggur á Icesave þá fer fram niðurskurður í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu, fólki er sagt upp vinnunni, eignir þeirra eru boðnar upp á nauðungaruppboðum, lánastofnanir raka til sín húseigengum, atvinnutækjum og fyrirtækjum, stærstu hluthafar í gömlu bönkunum og stærstu skuldararnir fá hvítþvott og heilbrigðisvottorð upp á að setjast að í sama hreiðrinu og þeir spilltu Hvítþvotturinnáður o.s.frv. o.s.frv.

Ekkert að þessu getur farið fram nema með blessun stjórnvalda. Hér ber að hafa í huga að afskipta- og/eða hirðuleysi felur líka í sér ákveðna viðurkenningu valdhafanna varðandi það sem fram fer.

Það að einhver ofantalinna mála hafi ekki fengið forgang, nú í vari biðtímans fram að þjóðaratkvæða- greiðslunni, segir mér að það er enginn vilji til að fara ofan í saum- ana á þessum málum fyrir opnum tjöldum. Það liggur alltaf berar og berar fyrir að það er engan ásetning að finna varðandi við- unandi lausnir fyrir alla þegna þessa lands. Þeir sem þessi ríkisstjórn er að vinna fyrir eru þeir hinir sömu og ríkisstjórnin sem sat á undan henni settu í forgang. Það eru þeir sjálfir og kostunaraðilar þeirra.

Þetta kemur best fram í því hvað er metið sem forgangsmál nú. Af því má draga þá ályktun að það sé lífsspursmál ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir það að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi skaðleg áhrif á núverandi fyrirkomulag í fjármálaheiminum. M.ö.o. þá eru íslenskir stjórnmálamenn að vinna að því, ásamt Bretum og Holllendingum, að koma í veg fyrir það að það megi túlka höfnun þjóðarinnar sem svo að hún komist upp með það að segja nei við því að vera tannhjól í auðvaldsmaskínu heimsins!

Icesave-samningi III er ætlað að vera tilbúinn áður en slík niðurstaða liggur fyrir. Hlutverk hans er þá að vera klæði á slíkt vopn! Stjórnmálamennirnir vinna með öðrum orðum að því að draga bitið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þeir eru að koma í veg fyrir það að fjármálaveldi Evrópu, og heimsins um leið, bíði tjón af því að íslenskur almenningur fékk tækifæri til að hafna því að bera það á herðum sér. Ef bitið fengi að halda sér gæti slík niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni orðið mikilvægt brautryðjendaskref í baráttunni fyrir auknu jafnræði um leið og þjóðaratkvæðagreiðslan er auðvitað mikilvægt frumkvöðlaskref varðandi virkt lýðræði.

Það að leggja tíma og orku ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar undir samningsgerð fullvissar mig því ekki aðeins um það að það skortir verulega á raunveruleikatengsl þessara aðila heldur annað sem mér þykir enn þá alvarlega. Þeir óttast áhrif alvöru lýðræðis!

Það má líka vel sjá þennan ótta í afstöðu nokkurra sjálfstæðismanna svo og formanns Framsóknarflokksins í úrklippunni hér að neðan sem er tekin úr Fréttablaðinu.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur óttast þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave-málinu


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fjórflokkurinn er skíthræddur um það að hann sé að missa völdin, þeir munu aldrei láta okkur þjóðina komast upp með múður.  Við eigum að gera eins og þau segja, það er greinilegt.  http://mbl.is/halldor/2010/02/19/teikningin-2010-02-19/   Og þessi nýja mynd segir meira en þúsund orð.   http://mbl.is/halldor/2010/02/20/teikningin-2010-02-20/

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst ég er að fara suður og að alþingi þaðan ætla ég ekki lifandi ef ég get ekki varið lýðræðið fyrir fjórflokksræðinu spillingin og valdníðslan er nær alger svo ekki sé talað um einkavinavæðinguna með bankann að leiðarljósi. Við verðum að fá að kjósa um icesave.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 01:38

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jóna Kolla: Myndirnar hans Halldórs eru algjörlega ómetanlegar!

Sigurður: Farðu varlega. Ég segi þetta af því ég skynja það í orðum þínum að þú ert orðinn fjúkandi vondur. Ég skil þig mjög vel og þú hefur fullan rétt á að vera það en ekki láta reiðina yfirtaka skynsemina. Geymdu hana og nýttu hana skynsamlega. Eins og ég sagði þér að loknum fundinum um daginn þarf ég að tala við þig. Reyni að koma því í verk sem fyrst.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2010 kl. 02:54

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Móttekið en ég er að fara suður á morgunn hvað er til ráða þetta er búið þarna á alþingi!

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband